Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2016 12:05 Vísir/Eyþór Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. Hann hefur enn ekki hafið formlegar stjórnarmyndunarviðræður og útilokar ekki að hann geti myndað stjórn með Vinstri grænum. Í dag eru sex dagar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Bjarna umboð til að mynda ríkisstjórn. Hann segist hafa rætt við formenn annarra flokka undanfarna daga og lagt mat á stöðuna með þingflokki Sjálfstæðismanna. Hann vilji að eiginlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjist í þessari viku. „Ég er þeirrar skoðunar að það væri best að vera með ekki nema þriggja flokka stjórn við þessar aðstæður og hef verið að ræða við menn um það,“ segir Bjarni.Þá Viðreisn og Bjartra framtíð? „Það er auðvitað einn möguleiki á meirihluta. Það liggur fyrir að hann er veikur sá meirihluti. En það eru fleiri möguleikar í stöðunni. En þetta ræðst eins og skiljanlegt er af málefnunum.“Ertu að bera víurnar í Katrínu? „Mér finnst eðlilegt að við tölum við Vinstri græn líka. Það var snemma ljóst og hefur legið lengi fyrir að það væri kannski mesta bilið að brúa þar.“ Hins vegar yrði það ríkisstjórn sem spannaði meiri pólitíska breidd. „Og kannski við þær aðstæður ´sem eru uppi á kjörtímabilinu sem er að hefjast að þá myndi það ekki skaða,“ segir Bjarni.Hefur hún eitthvað ámálgað það við þig að setjast í alvöru niður og fara að ræða samstarf? „Ég hef ekki tekið málið á það stig gagnvart öðrum formönnum að segja nú hefjast hér stjórnarmyndarviðræður. Til þess hefur þurft að ræðast við oftar en einu sinni. Þetta fólk hefur allt þurft að melta stöðuna. Það þurfti aðeins að losa um spennuna sem fylgir kosningum. Það tók nokkra sólarhringa fannst mér. Ég fann það bara hjá sjálfum mér. Maður þurfti aðeins að komast úr kosningaham og fara að horfa inn í kjörtímabilið. Ég held að það kunni að hafa átt við um fleiri. Þannig að í þessari viku verður þetta að fara að skýrast. Hvort þessi samtöl séu grundvöllur fyrir því að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Það verður að skýrast í þessari viku,“ sagði Bjarni Benediktsson eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hann sagðist halda áfram að ræða við formenn annarra flokka í dag en vildi ekki gefa nákvæmlega upp hvar og hvenær þeir fundir ættu sér stað. En hann ræddi við forseta Íslands símleiðis á sunnudag og gaf ekki upp hvort hann myndi ræða nánar við hann í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Fleiri fréttir Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Borgin fékk frest til að svara Umboðsmanni um fundargerðarbreytingar Ekkert samkomulag í höfn enn um þinglok Hringsund um Ísland skapi verðmæta þekkingu Sjá meira
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19