„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2016 11:19 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir „Mér finnst athyglisvert að Bjarni talar mikið um að það þurfi sterkan meirihluti og virðist þar af leiðandi ekki vera mjög spenntur að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefur bara 32 þingmenn á bak við sig. Ef það er rétt túlkun er ekki annað að sjá en Bjarni sé að reyna að gera hosur sínar grænar fyrir Vinstri grænum. Hann hefur klárlega verið að gera það opinberlega og á bak við tjöldin,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem reynir nú að fá formenn flokka til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við sig. Baldur segir Bjarna hafa tvo kosti í stöðunni, Bjarta framtíð og Viðreisn og svo Vinstri græna og einhvern þriðja flokk. „Og það virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og einhverjum þriðja flokki,“ segir Baldur.Erfitt fyrir VG Hann segir að það yrði hins vegar afar erfitt fyrir Vinstri græna að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa reynt að mynda miðvinstri stjórn fyrst, hvort sem sú stjórn væri meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn.Sjá einnig: Óttarr Proppé: „Ekkert komið á teikniborðið sem manni þykir líklegra en annað“ „Maður sér það bara á viðbrögðum á samfélagsmiðlunum hversu erfitt það yrði fyrir flokksmenn Vinstri grænna,“ segir Baldur. Hann bætir við að ef Bjarni sé skeptískur á þrjátíu og tveggja þingmanna meirihluta Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé formaður Sjálfstæðisflokksins í rauninni í mjög þröngri stöðu.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFékk rúman tíma frá forseta Spurður hvort að Bjarni gæti mögulega verið að renna út á tíma og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þurfi að snúa sér annað með stjórnarmyndunarumboðið segir Baldur að Bjarni geti vissulega runnið út á tíma en forsetinn hafi gefið honum rúman tíma til viðræðna og það virðist enn vera á tímaplani. „Þetta er allt saman viðmið, það fer eftir hvort það sé eitthvað annað í spilunum. Ef á einhverjum tímapunkti forseti metur það svo að einhver annar sé líklegri til að mynda ríkisstjórn en sá sem er með umboðið, þá hlýtur hann að bregðast við. Ef ekkert annað sé í kortunum getur forsetinn dokað við og leyft þeim formanni sem er með umboðið að spreyta sig. Þetta er allt byggt á hefðum en ekki skrifuðum reglum.“„Geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar“ Baldur segir aðra flokka síðan ekki þurfa endilega að fara eftir því hver sé með stjórnarmyndunarumboðið. „Ef Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill reyna að mynda ríkisstjórn til vinstri þá getur hún verið með formlegar þreifingar um það þó Bjarni sé með umboðið, hún getur það klárlega. Og ég geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar.Að mati Baldurs Þórhallssonar er auðveldara fyrir flokka að láta af prinsippum eftir því sem lengra líður frá kosningum og því lengri tíma sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka.visir/anton brinkEf það færi svo að Bjarni Benediktsson myndi „missa“ stjórnarmyndunarumboðið þá gæti hann haldið áfram sínum stjórnarmyndunarþreifingum á bak við tjöldin.Ekki mikil tímapressa varðandi fjárlög Baldur segir þingið ekki undir neinni tímapressu að mynda meirihluta, ákjósanlegast væri að gera það sem fyrst en í raun liggi ekkert á. „Það er hægt að kalla saman þing og starfsstjórn getur lagt fram fjárlagafrumvarp og ef marka má þessar yfirlýsingar um góða samvinnu á komandi þingi þá ætti þingið að geta afgreitt fjárlög undir starfsstjórn, og þá getur ný ríkisstjórn breytt fjárlögunum að einhverju leyti með aukafjárlögum.“Léttara að láta af prinsippum því lengra sem líður Ljóst er að mikil störukeppni stendur nú yfir á milli formanna flokkanna á meðan þetta ástand ríkir en Baldur segir að því lengra sem líður frá kosningum og því lengra sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. „Ég held að það sé að gerast meðal annars varðandi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri græn. VG mun eiga erfitt með að fara fyrst til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Það gengur þvert á það sem þeir sögðu fyrir kosningar að mynda ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það yrði miklu auðveldara fyrir flokkinn að prófa fyrst að mynda vinstristjórn og ef það gengur þá yrði að horfa til Sjálfstæðisflokksins til að koma á stjórn í landinu. Það er miklu auðveldara að nálgast það þannig.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
„Mér finnst athyglisvert að Bjarni talar mikið um að það þurfi sterkan meirihluti og virðist þar af leiðandi ekki vera mjög spenntur að mynda ríkisstjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð sem hefur bara 32 þingmenn á bak við sig. Ef það er rétt túlkun er ekki annað að sjá en Bjarni sé að reyna að gera hosur sínar grænar fyrir Vinstri grænum. Hann hefur klárlega verið að gera það opinberlega og á bak við tjöldin,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor um Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, sem reynir nú að fá formenn flokka til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við sig. Baldur segir Bjarna hafa tvo kosti í stöðunni, Bjarta framtíð og Viðreisn og svo Vinstri græna og einhvern þriðja flokk. „Og það virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum og einhverjum þriðja flokki,“ segir Baldur.Erfitt fyrir VG Hann segir að það yrði hins vegar afar erfitt fyrir Vinstri græna að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Sjálfstæðisflokkinn án þess að hafa reynt að mynda miðvinstri stjórn fyrst, hvort sem sú stjórn væri meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn.Sjá einnig: Óttarr Proppé: „Ekkert komið á teikniborðið sem manni þykir líklegra en annað“ „Maður sér það bara á viðbrögðum á samfélagsmiðlunum hversu erfitt það yrði fyrir flokksmenn Vinstri grænna,“ segir Baldur. Hann bætir við að ef Bjarni sé skeptískur á þrjátíu og tveggja þingmanna meirihluta Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar þá sé formaður Sjálfstæðisflokksins í rauninni í mjög þröngri stöðu.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFékk rúman tíma frá forseta Spurður hvort að Bjarni gæti mögulega verið að renna út á tíma og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þurfi að snúa sér annað með stjórnarmyndunarumboðið segir Baldur að Bjarni geti vissulega runnið út á tíma en forsetinn hafi gefið honum rúman tíma til viðræðna og það virðist enn vera á tímaplani. „Þetta er allt saman viðmið, það fer eftir hvort það sé eitthvað annað í spilunum. Ef á einhverjum tímapunkti forseti metur það svo að einhver annar sé líklegri til að mynda ríkisstjórn en sá sem er með umboðið, þá hlýtur hann að bregðast við. Ef ekkert annað sé í kortunum getur forsetinn dokað við og leyft þeim formanni sem er með umboðið að spreyta sig. Þetta er allt byggt á hefðum en ekki skrifuðum reglum.“„Geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar“ Baldur segir aðra flokka síðan ekki þurfa endilega að fara eftir því hver sé með stjórnarmyndunarumboðið. „Ef Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill reyna að mynda ríkisstjórn til vinstri þá getur hún verið með formlegar þreifingar um það þó Bjarni sé með umboðið, hún getur það klárlega. Og ég geri ráð fyrir að allir séu að tala saman allstaðar.Að mati Baldurs Þórhallssonar er auðveldara fyrir flokka að láta af prinsippum eftir því sem lengra líður frá kosningum og því lengri tíma sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka.visir/anton brinkEf það færi svo að Bjarni Benediktsson myndi „missa“ stjórnarmyndunarumboðið þá gæti hann haldið áfram sínum stjórnarmyndunarþreifingum á bak við tjöldin.Ekki mikil tímapressa varðandi fjárlög Baldur segir þingið ekki undir neinni tímapressu að mynda meirihluta, ákjósanlegast væri að gera það sem fyrst en í raun liggi ekkert á. „Það er hægt að kalla saman þing og starfsstjórn getur lagt fram fjárlagafrumvarp og ef marka má þessar yfirlýsingar um góða samvinnu á komandi þingi þá ætti þingið að geta afgreitt fjárlög undir starfsstjórn, og þá getur ný ríkisstjórn breytt fjárlögunum að einhverju leyti með aukafjárlögum.“Léttara að láta af prinsippum því lengra sem líður Ljóst er að mikil störukeppni stendur nú yfir á milli formanna flokkanna á meðan þetta ástand ríkir en Baldur segir að því lengra sem líður frá kosningum og því lengra sem stjórnarmyndunarviðræðurnar taka því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. „Ég held að það sé að gerast meðal annars varðandi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri græn. VG mun eiga erfitt með að fara fyrst til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn. Það gengur þvert á það sem þeir sögðu fyrir kosningar að mynda ekki ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Það yrði miklu auðveldara fyrir flokkinn að prófa fyrst að mynda vinstristjórn og ef það gengur þá yrði að horfa til Sjálfstæðisflokksins til að koma á stjórn í landinu. Það er miklu auðveldara að nálgast það þannig.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. 7. nóvember 2016 21:37
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05