Benedikt um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður: Bjarni er í bílstjórasætinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 21:37 Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé hafa myndað bandalag í stjórnarmyndunarviðræðunum. vísir/Anton Brink „Það var nú svosem kannski ekki margt nýtt sem kom fram á fundinum. Þetta var bara svona spjall um hver væru aðal málefni flokkanna og svoleiðis. Sem svo sem hefur verið farið yfir áður en það var ágætt að fara yfir það aftur bara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Aðspurður segir Benedikt ekki eiga von á tíðindum um formlegar viðræður. „Ég á nú ekki beinlínis von á því, en þetta svosem liggur hjá Bjarna, hann er í bílstjórasætinu.“Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkSamstarfið einskorðast ekki við Sjálfstæðisflokk Athygli hefur vakið að Benedikt og Óttarr hafa alltaf verið saman á fundum með Bjarna um stjórnarmyndunarviðræður, en fyrir kosningar hafði Óttarr lýst yfir vilja til samstarfs með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Við erum búnir að lýsa því yfir, við Óttarr, að við ætlum að hafa samleið í þessum viðræðum,“ segir Benedikt og bætir við að það samstarf einskorðist ekki við stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það svosem tengist nú ekki Sjálfstæðisflokknum, það tengist bara okkar stefnumálum.“ Aðspurður segir Benedikt að fundurinn hafi verið ákveðið framhald af viðræðum síðustu viku. „Já það má segja það, það hafi verið þannig, það var reynt að skýra mál betur. Samskiptin eru fín en það er ekki þar með sagt að menn séu sammála um allt, en það var nú vitað fyrirfram.“ Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé, Bjarna Benediktsson eða Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í kvöld. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
„Það var nú svosem kannski ekki margt nýtt sem kom fram á fundinum. Þetta var bara svona spjall um hver væru aðal málefni flokkanna og svoleiðis. Sem svo sem hefur verið farið yfir áður en það var ágætt að fara yfir það aftur bara,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við Vísi. Benedikt fundaði í kvöld með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar. Fundur þremenninganna stóð í rúman klukkutíma en ekki eru neinar formlegar stjórnarmyndunarviðræður hafnar. Aðspurður segir Benedikt ekki eiga von á tíðindum um formlegar viðræður. „Ég á nú ekki beinlínis von á því, en þetta svosem liggur hjá Bjarna, hann er í bílstjórasætinu.“Ólíklegt verður að telja að þau þessi, sem nú leiða tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, starfi saman í ríkisstjórn.visir/anton brinkSamstarfið einskorðast ekki við Sjálfstæðisflokk Athygli hefur vakið að Benedikt og Óttarr hafa alltaf verið saman á fundum með Bjarna um stjórnarmyndunarviðræður, en fyrir kosningar hafði Óttarr lýst yfir vilja til samstarfs með Pírötum, Vinstri grænum og Samfylkingunni. „Við erum búnir að lýsa því yfir, við Óttarr, að við ætlum að hafa samleið í þessum viðræðum,“ segir Benedikt og bætir við að það samstarf einskorðist ekki við stjórn með Sjálfstæðisflokki. „Ég held að það svosem tengist nú ekki Sjálfstæðisflokknum, það tengist bara okkar stefnumálum.“ Aðspurður segir Benedikt að fundurinn hafi verið ákveðið framhald af viðræðum síðustu viku. „Já það má segja það, það hafi verið þannig, það var reynt að skýra mál betur. Samskiptin eru fín en það er ekki þar með sagt að menn séu sammála um allt, en það var nú vitað fyrirfram.“ Innan Sjálfstæðisflokks hafa menn verið að horfa til Vinstri grænna en flokkarnir tveir hafa samtals þrjátíu og einn þingmann og þyrftu því að bæta við einum flokki hið minnsta. Katrín Jakobsdóttir hefur hins vegar ítrekað sagt að hún vilji fyrst láta reyna á samstarf til vinstri fái hún umboð til stjórnarmyndunar. Ekki hefur náðst í Óttarr Proppé, Bjarna Benediktsson eða Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í kvöld.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48 Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25 Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05 Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
Elliði vill fara í stjórn með VG Elliði Vignisson telur vert að skoða ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna með aðkomu Viðreisnar eða Bjartrar framtíðar. 31. október 2016 11:48
Eðlilegt að Bjarni skili stjórnarmyndunarumboðinu ef honum tekst ekki að mynda meirihluta Dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að fréttir af stjórnarmyndunarviðræðum ættu að berast á allra næstu dögum. 7. nóvember 2016 19:25
Bjarni fundaði með Óttari og Benedikt í kvöld Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fundaði með Óttari Proppé formanni Bjartrar framtíðar og Benedikt Jóhannessyni formanni Viðreisnar fyrr í kvöld. 7. nóvember 2016 20:05
Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson er með athyglisverða greiningu á stöðu mála við stjórnarmyndun þegar vika er liðin frá kjördegi. 5. nóvember 2016 20:58
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44