Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Þórgnýr Einar albertsson skrifar 7. nóvember 2016 07:00 Tónlistarkonan Katy Perry söng fyrir viðstadda á kosningafundi Hillary Clinton í Pennsylvaníuríki um helgina. Nordicphotos/AFP Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, lét húshjálp á heimili sínu prenta út tölvupósta sína sem sumir hverjir innihéldu leynilegar upplýsingar sem varða þjóðaröryggi. Fjölmiðlar í Bandaríkjunum greindu frá þessu í gær en ef satt reynist er það ólöglegt þar sem húshjálpin, Marina Santos, hafði ekki leyfi til að meðhöndla slíkar upplýsingar. Í tölvupóstum sem utanríkisráðuneytið gerði opinbera nýverið sést að Clinton bað einn helsta aðstoðarmann sinn, Huma Abedin, um að láta Santos prenta slík skjöl. „Biddu Marinu um að prenta út fyrir mig,“ skrifar Clinton í einum póstinum. Forskot Clinton á mótframbjóðanda hennar, Repúblikanann Donald Trump, hefur minnkað undanfarið eftir að James Comey alríkislögreglustjóri tilkynnti að rannsókn á tölvupóstamáli Clinton væri hafin á ný.Varðar þjóðaröryggi Málið snýst um að hún hafi notað einkapóstþjón í stað opinbers póstþjóns í starfi sínu sem utanríkisráðherra og í gegnum hann hafi farið gögn er varða þjóðaröryggi. Þá pósta sagði hún ekki vinnutengda en í ljós hefur komið að vinnutengdir póstar voru þar á meðal. Comey tilkynnti um lok rannsóknarinnar í sumar og mælti ekki með ákæru en ný gögn fundust fyrir rúmri viku. Þá ákvörðun stendur hann enn við en í gærkvöldi gaf hann út tilkynningu þess efnis að ekki ætti að ákæra Clinton. Gögnin fundust á tölvu Abedin og eiginmanns hennar, fyrrverandi þingmannsins Anthonys Weiner, við rannsókn á máli Weiners sem sakaður er um að senda 15 ára stúlku nektarmyndir. Fjölmiðlar hafa greint frá því að á tölvunni hafi fundist 650 þúsund tölvupóstar. Þar af þúsundir sem tengjast máli Clinton með beinum hætti.Forskot Clintons hefur minnkað undanfarið.Grafik/IngóTíðindin hafa jafnað leikinn í kosningabaráttunni. Alls hyggjast 46,6 prósent Bandaríkjamanna kjósa Demókratann Hillary Clinton þegar nýr forseti verður valinn á morgun. Hins vegar segjast 44,8 prósent ætla að kjósa Repúblikanann Donald Trump. Vegna þessa litla munar er ljóst að kjörsókn getur ráðið úrslitum. Fyrir um tveimur vikum hafði Clinton nærri tíu prósentustiga forskot samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem RealClear Politics tekur saman. Forskot Clinton jókst hratt eftir að upptaka birtist af Trump tala á niðrandi hátt um kvenfólk en hefur eins og áður segir hríðfallið. Clinton og Trump eru hins vegar á fullri ferð um þau ríki Bandaríkjanna þar sem munur mælist hve minnstur til að tryggja sér sigurinn. Kosningakerfið virkar þannig að hvert fylki hefur yfir að ráða ákveðið mörgum kjörmönnum, til dæmis eru 29 kjörmenn frá Flórída. Frambjóðandi þarf 270 kjörmenn til að tryggja sér sigurinn og fær sá frambjóðandi sem fær flest atkvæði í hverju ríki fyrir sig alla kjörmenn viðkomandi ríkis. Á meðal helstu baráttufylkja nú eru Nevada, Flórída, Michigan, Pennsylvanía og Norður-Karólína. Frambjóðendur heimsækja nú þessi helstu fylki. Til að mynda hélt Trump fimm kosningafundi í fimm ríkjum í gær og Clinton einn. Í dag mun Trump koma fram á fimm kosningafundum í fimm ríkjum en Clinton tveimur í tveimur ríkjum. Auk þess mun Barack Obama Bandaríkjaforseti halda tvo kosningafundi fyrir Clinton.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira