Áhangendur Trumps réðust harkalega á mótmælanda nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 16:03 Frá fundi Trumps í Reno. mynd/getty Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðanda Repúblíkana, var forðað af sviði á kosningafundi í Reno í Nevada-fylki í morgun en öryggisverðir töldu að einhver áhorfendanna hefði dregið fram skotvopn á fundinum. Svo reyndist þó ekki vera. Sjá einnig: Trump forðað af sviðinu í RenoHinn meinti byssumaður var öllu heldur óvopnaður mótmælandi sem hélt á skilti sem á stóð „Repúblíkanar gegn Trump“. Mótmælandinn heitir Austyn Crites og er 33 ára íbúi Nevada-fylkis. Hann sagði í samtali við The Guardian að skiltið sem hann hélt á hafi valdið slíkum usla að fundargestir hafi á endanum ráðist á hann. „Fyrstu viðbrögð fólks voru að púa á mig og ég hafði svo sem búist við því,“ sagði Crites í samtali við The Guardian. „Skyndilega fór fólkið í kringum mig að beita mig ofbeldi. Það greip í handlegginn á mér og reyndi að hrifsa skiltið úr höndum mér,“ sagði Crites. Trump virðist hafa orðið var við stympingarnar og benti í áttina að mótmælandanum. Í kjölfarið var Trump forðað af sviðinu og veittist þá hópur fólks að Crites. Að sögn Crites héldu reiðir fundargestir honum niðri á meðan þeir spörkuðu í hann, kýldu hann, tóku hann kverkataki og klipu þéttingsfast í eistu hans. Crites, sem æfði glímu sem barn og ungur maður, marðist talsvert við átökin en er ekki alvarlega slasaður. Hann telur að ef ekki hefði verið fyrir glímukunnáttu sína, þá hefði hann mögulega getað hlotið alvarlegan skaða af. „Þessir menn tóku mig kverkataki, þeir hefðu auðveldlega getað kyrkt mig til dauða,“ sagði Crites sem náði að halda höfði sínu kyrru á hlið til þess að halda öndunarvegi sínum opnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Trump forðað af sviðinu í Reno Öryggisverðir heyrðu einhvern hrópa orðið „byssa.“ 6. nóvember 2016 11:01
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59