Geir: Þurfum að líta í eigin barm í stað þess að finna einhverjar afskanir Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. nóvember 2016 20:00 Geir messar yfir sínum mönnum í Tékkaleiknum. vísir/ernir „Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
„Það eru allir leikmennirnir verulega svekktir, það er alltaf svekkjandi að tapa leikjum, hvað þá þegar þú tapar þeimaf eigin völdum,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari íslenska landsliðsins, aðspurður út í stemminguna í klefanum eftir tap í Úkraínu fyrr í dag. Íslenska landsliðið gat með sigri í dag náð góðu forskoti á toppi riðilsins eftir sigur Tékka á Makedónum. „Sá möguleiki var til staðar í dag. Við töluðum um það fyrir þessa leiki að við ætluðum okkur fjögur stig úr þessum tveimur leikjum. Við mátum leikina þannig að það væri möguleiki að taka fjögur stig en það tókst því miður ekki.“Sjá einnig:Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Geir sagði ekkert vanmat hafa átt sér stað í dag fyrir leik gegn liði sem var fyrirfram talið slakasta lið riðilsins. „Við töluðum alltaf um að þetta yrði erfiður leikur. Þegar við fórum að skoða leikinn þeirra gegn Makedóníu sáum við að þeir voru með gott lið og vissum að þetta yrði erfitt verkefni,“ sagði Geir sem sagði liðið hafa gert mistök báðu megin á vellinum. „Það er hægt að kroppa einhver 2-3 mörk út varnarlega en við nýtum ekki nægilega vel hraðaupphlaupin þegar við vinnum boltann. Það voru færi til að sækja hratt sem við nýttum ekki nægilega vel.“ Íslenska liðið var í sífelldum eltingarleik í leiknum. „Við byrjum illa og lendum undir en náum að vinna okkur inn í leikinn og náum takt rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Svo komum við slakir til leiks í seinni hálfleik og erum komnir í nákvæmlega sömu stöðu og þurfum að vinna upp forskotið á ný.“ Aðstæðurnar í Sumy voru vægast sagt eftirtektarverðar en Geir vildi ekki skýla liðinu á bak við það. „Við getum verið að týna eitthvað til eftir leik, þar á meðal völlinn sem við spiluðum á en það skiptir ekki máli. Við þurfum frekar að horfa í eigin barm heldur en að finna einhverjar afsakanir. Við fengum möguleika á að sækja stig undir lokin en náðum ekki að nýta það.“ Næst tekur við undirbúningur fyrir HM í Frakklandi sem hefst í janúar. „Við getum ekki gleymt þessari frammistöðu því við verðum að læra af þessu og verðum að gera betur. Skotnýtingin hefur ekki verið nægilega góð í leikjunum sem ég hef stýrt liðinu í, hvort sem um ræðir leikina núna eða gegn Portúgal í sumar. Nú fer einbeitingin á að æfa vel og finna lausnir fyrir HM og ég vona bara að strákarnir verði ákafir í að svara fyrir þetta tap,“ sagði Geir að lokum.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. 5. nóvember 2016 18:00