Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Heimir Már Pétursson skrifar 4. nóvember 2016 20:59 Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton. Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Mikil harka er í baráttunni um forsetastólinn í Hvíta húsinu á síðustu dögum kosningabaráttunnar, en Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. Hillary Clinton nýtur enn allt að sex prósentustiga meira fylgi en Donald Trump í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, en í sumum könnunum eru þau jöfn eða Hillary einu til tveimur prósentustigum yfir. Það er því ljóst að framundan eru gífurlega spennandi forsetakosningar á þriðjudag. Trump og margir fjölmiðlar sem styðja hann hamra á meintum glæpum Clinton og vísa til endurtekinna dylgja frá aðstoðarforseta alríkislögreglunnar FBI í hennar garð. „Hillary kom netþjóninum upp til að dylja glæpastarfsemi sína og spillta mútuþægni sína þar sem hún seldi gefendum og sérhagsmunum embætti utanríkisráðherra. Og FBI hefur þetta allt. Þeir hafa þetta allt. Þeir mega ekki gera neitt við það af því að verndari hennar er dómsmálaráðuneytið. Við verðum að breyta nafninu á dómsmálaráðuneytinu,“ sagði Donald Trump meðal annars á framboðsfundi nýverið. Þrátt fyrir þetta verður að teljast líklegra að Hillary hafi sigur í kosningunum eftir fjóra daga og yrði þar með fyrsta konan til að gegna þessu æðsta embætti Bandaríkjanna. En það verður þá væntanlega vegna stuðnings kvenna og ýmisra minnihlutahópa, eins og svartra, samkynhneigðra og fólks af suður-amerísku bergi brotið. Þannig blandaði poppstjarnan Pharrell Williiams sér í kosningabaráttuna í gærkvöldi. „Þessar kosningar eru of mikilvægar.Ég get ekki bara setiðá hliðarlínunni og þagað. Þetta ríki hefur ekki alltaf verið réttlátt við alla, sérstaklega ekki við fólk úr mínum menningarheimi. Það hefur ekki alltaf verið sanngjarnt við okkur. En ég held að Hillary muni hjálpa til við að leiðrétta þetta ranglæti. Ég vil sjá konu brjóta glerþakið yfir forsetaembættinu 8. nóvember,“ sagði Williams Þá skiptir Hillary miklu máli að fyrrum mótherji hennar, Bernie Sanders, hefur tekið þátt í baráttu hennar af fullum krafti, en hann höfðar meira til unga fólksins en hún. „Við höfum náð of langt, of margir hafa lent í fangelsi og of margir hafa dáið í baráttunni fyrir jafnrétti. Við tökum ekki aftur upp fordómafullt samfélag,“ sagði Sanders í gærkvöldi. Clinton ávarpaði einnig viðstadda eftir að Williams og Sanders höfðu tekið til máls. „Eftir að hafa heyrt í þessum tveim stórkostlegu mönnum er ég spennt og tilbúin að halda áfram næstu fimm daga,“ sagði Clinton.
Donald Trump Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira