Umfjöllun: Úkraína - Ísland 27-25 | Slakur sóknarleikur í Sumy Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2016 18:00 Guðjón Valur skoraði fjögur mörk í leiknum. vísir/ernir Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%). EM 2018 í handbolta Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið tapaði með tveggja marka mun, 27-25, fyrir því úkraínska á útivelli í undankeppni EM 2018 í dag. Öll liðin í riðli 4 eru því með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Slakur sóknarleikur varð íslenska liðinu að falli í leiknum í dag. Úkraínumenn spiluðu mjög hreyfanlega og framliggjandi vörn sem Íslendingar áttu ekki svör við. Varnarleikurinn var lengst af í lagi og Björgvin Páll átti ágætan leik. Liðið saknaði hins vegar hraðaupphlaupanna sem hafa gefið svo mörg mörk í gegnum tíðina. Íslenska liðið byrjaði leikinn afar illa í sókninni og hleypti Úkraínumönnum í alltof mörg hraðaupphlaup. Fjögur af fyrstu fimm mörkum heimamanna komu eftir hraðar sóknir í kjölfar slaks sóknarleiks Íslendinga. Til allrar hamingju var vörnin sterk þegar íslenska liðið náði að stilla upp og Björgvin Páll varði vel. Úkraínumenn komust mest fjórum mörkum yfir, 7-3, en Íslendingar svöruðu með 5-1 kafla og jöfnuðu metin í 8-8. Sóknarleikurinn lagaðist eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn, ekki síst eftir innkomu Arnórs Atlasonar. Við það opnaðist meira fyrir Aron Pálmarsson sem skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Bættur sóknarleikur þýddi líka að hraðaupphlaupum Úkraínu fækkaði. Úkraínumenn skoruðu fjögur hraðaupphlaupsmark fyrstu átta mínútur leiksins en aðeins eitt eftir það í fyrri hálfleik. Það gerði Zakhar Denysov, vinstri hornamaður Úkraínu, á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Skömmu áður fékk Arnór dauðafæri til að koma Íslandi í 12-14 en lét Igor Chupryna verja frá sér. Staðan því 13-13 í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Tékkum á miðvikudaginn byrjuðu Íslendingar seinni hálfleikinn illa í vörninni. Úkraínumenn nýttu sér þennan sofandahátt og náðu aftur undirtökunum í leiknum. Íslenska liðið var í eltingarleik allan seinni hálfleikinn og sóknarleikurinn varð stirðari með hverri mínútunni. Boltinn gekk illa og hægt og skotin duttu ekki. Maksym Byegal kom Úkraínu tveimur mörkum yfir, 25-23, þegar sjö mínútur voru eftir. Íslenska liðið fékk hins vegar líflínu þegar Andrii Akimenko var rekinn af velli í tvær mínútur. Arnór Þór Gunnarsson minnkaði muninn strax í eitt mark, 25-24, en jöfnunarmarkið kom aldrei. Aron fékk gott færi en lét Igor Chupryna verja frá sér og Arnór Þór skaut svo í slána úr víti. Í næstu sókn gerði Ólafur Guðmundsson sig svo sekan um slæm mistök í vörninni og fékk á sig vítakast en Artem Kozakevych skoraði úr. Aron minnkaði muninn í eitt mark, 26-25, en Akimenko átti síðasta orðið og tryggði Úkraínumönnum góðan sigur. Lokatölur 27-25, Úkraínu í vil. Aron var markahæstur í íslenska liðinu í dag með sex mörk. Hann hefur þó oft spilað betur. Rúnar Kárason skoraði fimm mörk og Guðjón Valur Sigurðsson fjögur en fyrirliðinn fór illa með færin sín í leiknum. Kári Kristjánsson átti fínan leik á línunni, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. Björgvin Páll varði 15 skot í markinu (36%).
EM 2018 í handbolta Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn