Benedikt segir engan póker í gangi Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2016 10:13 Bjarni spurði Katrínu hvort það stæði og hún vildi ekki mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og staðfesti hún það. Og þar standa málin. visir/anton brink Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, furðar sig á því sem fram kemur í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag, þá það að viðruð hafi verið sú hugmynd á fundi hans, Óttarrs Proppé formanns Viðreisnar og Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna á miðvikudag að mynduð yrði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokki undir forystu Benedikts Jóhannessonar.Katrín staðfesti að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokki Þetta segja Viðreisnarmenn spuna og átta sig ekki alveg á því hvaðan hann kemur. „Ég spurði Katrínu hins vegar á fundinum hvort það stæði að hún vildi ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, hún staðfesti það og þá þurfti ekkert að ræða það frekar hvernig slík ríkisstjórn yrði skipuð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.Ekkert rætt við Pírata Hann gerir einnig athugasemd við það þar sem segir að í framhaldinu hafi Benedikt hafi falast eftir stuðningi Pírata til að fá stjórnarmyndunarumboðið. „Það er alrangt. Ég hef einu sinni talað við fulltrúa Pírata. Birgitta Jónsdóttir hringdi í mig á mánudaginn. Og sagði mér frá þessari ákvörðun þeirra um að styðja minnihlutastjórn gegn ákveðnum skilyrðum. Það var bara það sem þau gerðu opinbert líka,“ segir Benedikt sem ekki hefur talað við Birgittu síðan þetta var. Né nokkurn Pírata ef því er að skipta. „Ég hef í mesta lagi boðið nokkrum þingmönnum Pírata góðan daginn með bros á vör.“Enginn í póker Benedikt hefur fylgst lengi með stjórnmálum en er nú skyndilega kominn í miðju hinnar pólitísku refskákar. Hann segir að sér lítist í sjálfu sér ágætlega á það. „Og ég verð að segja það að fram til þessa hefur enginn hinna pólitísku leiðtoga sagt neitt við fréttamenn sem þeir hafa ekki sagt við mig. Menn hafa ekki verið að spila póker. Ennþá, að minnsta kosti.“ Varðandi framhaldið þá segist Benedikt ekki vita annað en það sem fyrir liggur, þeir Óttarr fóru á fund Bjarna í gær. „Og sagði hann nákvæmlega það sem hann sagði við fréttamenn að hann ætlaði að taka sér helgina í að hugsa þetta. Það rímar allt saman. Svo er náttúrlega, hvað gerist síðan, þá kemur það bara í ljós. En ég veit ekkert meira.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins Sjá meira
Benedikt verði forsætisráðherra Rætt var á fundi Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar hvort mynda mætti ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki með formann Viðreisnar sem forsætisráðherra. Viðreisn og Björt framtíð vilja starfa saman í ríkisstjórn. 4. nóvember 2016 08:00