Heimilislausir Píratar vilja græna herbergið Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2016 07:00 Þingflokkur Framsóknar fundaði í græna herberginu í gær. Vísir/Lillý Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Þingflokkur Pírata er þrefalt stærri í dag en hann var fyrir kosningarnar um síðustu helgi. Birgitta Jónsdóttir pírati segir flokkinn ekki ætla að nota sama þingflokksherbergi, enda sé það of lítið. „Flokkar eiga ekki nein þingflokksherbergi. Við gerum ráð fyrir að við förum í græna herbergið,“ segir Birgitta. Það passi best fyrir stærð þingflokks Pírata, en Framsóknarflokkurinn var í græna herberginu á síðasta kjörtímabili. Birgitta segir þingmenn vera mjög mikið í þinghúsinu, einkum við þinglok um jól og á vorin. Þá sé nauðsynlegt að geta haft þannig aðstöðu að allir geti verið á sama stað. Píratar hafa haldið tvo þingflokksfundi frá síðustu kosningum. Vegna plássleysis í gamla þingflokksherberginu hefur flokkurinn fengið lánað herbergi forsætisnefndar þingsins. „Við erum bara heimilislaus eins og er. Skrifstofurnar okkar eru bara fyrir þriggja manna þingflokk. En við gerum ráð fyrir því að þetta leysist allt,“ segir Birgitta. Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG, segir umræðuna um skipan í þingherbergin vera ótímabæra. „Við erum bara enn þá að fara yfir þetta af því að gula herbergið sem við höfum alltaf verið í er heldur þröngt og það er ekki kominn neinn botn í það hvernig við leysum það. Skrifstofa þingsins hefur yfirumsjón með því og það væri hægt að leysa það með ýmsu móti, meðal annars með græna herberginu. En við erum ekki búin að botna það,“ segir Svandís. Hún bendir á að enn hafi ekki verið ákveðið hvenær þingið kemur saman, ekkert sé vitað hvernig næsta ríkisstjórn verður og þessi mál þurfi að skoðast samhliða því. Þessa dagana er verið að skipta upp herberginu sem Samfylkingin hefur verið í. Ástæðan er sú að þingflokkarnir verða sjö, en voru sex á síðasta kjörtímabili og því vantar eitt herbergi. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að verið sé að ganga frá herbergjaskipaninni þessa dagana. Ekkert hafi verið ákveðið endanlega. „Þetta er ákaflega þröngt og erfitt að eiga við þetta. Ég er búinn að leggja ákveðnar hugmyndir fyrir flokkana en það er auðvitað háð því hvað menn þurfa mikið pláss og hvort þeir geta verið áfram á sínum stað eða þurfa að skipta,“ segir Helgi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira