Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.
Karítas er nýflutt til Íslands eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi, en hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jacobs, Kenzo og Valentino.
Í tilkynningu frá iglo+indi segir að Karítas muni styðja við vöxt fyrirtækisins á erlendum og innlendum mörkuðum.
„Karítas er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði skiptinám við CBS í Kaupmannahöfn. Hún hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt.
iglo+indi hefur verið í miklum vexti frá stofnun fyrirtækisins árið 2008 og eru vörur þess nú seldar í 18 löndum. Öll hönnun og þróun á barnafötum iglo+indi fer fram hér á landi en allur fatnaðurinn er framleiddur í fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal,“ segir í tilkynningunni, en vörur fyrirtækisins eru seldar í rúmlega hundrað verslunum.
Karítas ráðin markaðsstjóri hjá iglo+indi
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið




Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu
Viðskipti innlent

Stytta skammarkrókinn til muna
Neytendur

Semja um fjögurra milljarða króna lán
Viðskipti innlent

Bobbingastaður í bobba
Viðskipti erlent

E. coli í frönskum osti
Neytendur

