Geir: Þetta var vinnusigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2016 22:11 Geir ræðir við íslensku leikmennina. vísir/ernir „Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
„Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. „Eins marks sigur er ekki aðalatriði heldur stigin tvö sem við fengum. Við verðum að klára leikina hér heima og það gerðum við í dag. „Ég er ánægður með framlag drengjanna. Þó svo allt væri ekki að ganga upp og við að glansa í öllum stöðum var mikilvægt að menn trúðu á þetta. Þetta var vinnusigur.“ Þó svo Geir segi að ýmislegt hafi vantað upp á var hann ánægður með ýmislegt líka. „Mér fannst góður karakter hjá okkur er við rífum okkur upp í fyrri hálfleik eftir að hafa lent undir. Margt taktískt gekk upp í sóknarleiknum og ég var ánægður með það. Svo var ég ánægður með vörnina sem var að virka vel. Við höfum auðvitað séð fleiri varða bolta en vinnuframlag varnarinnar var mjög gott. Svo náðum við fleiri hraðaupphlaupum en í síðustu leikjum,“ segir þjálfarinn og bendir á að liðið hafi gert sér erfitt fyrir. „Við vorum ekki að nýta færin okkar almennilega. Í fyrri hálfleik voru 6-7 skot sem fóru í stöng, slá eða fram hjá markinu. Svo þarf að laga tímasetningar í sókninni en stigin tvö eru frábær. „Ég var mjög ánægður með miðjublokkina í vörninni. Svo lendum við í vandræðum út af tveimur brottvísunum Rúnars snemma í leiknum. Þá kallaði það á hrókeringar. Mér fannst Rúnar leysa þetta vel.“ Það vakti athygli að Grétar Ari fór í markið þegar tólf mínútur voru eftir í sínum fyrsta landsleik og annar nýliði, Arnar Freyr Arnarsson, fór á línuna. Allt undir og kjúllarnir koma inn. „Ég leit á það þannig að við yrðum að fá varðan bolta. Ef eitthvað er þá brást ég við svolítið seint. Við treystum þessum drengjum og þeir eru valdir til þess að spila.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05
Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30