Minna um útstrikanir nú en árið 2013 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Samanburður milli kosninganna nú og 2013. grafík/guðmundur snær Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
Kjósendur Framsóknarflokksins breyttu listum flokksins oftast í kosningunum sem fram fóru síðastliðinn laugardag. Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar gerðu fæstar breytingar. Minna var um útstrikanir og breytingar á kjörseðlum í þingkosningunum nú en í kosningunum árið 2013. „Það hefur verið spurt um útstrikanir og endurröðun í íslensku kosningarannsókninni undanfarin ár en niðurstöðurnar ekki greindar frekar,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Of fáir svarendur könnunarinnar hafa breytt röðuninni til að hægt sé að skoða niðurstöðurnar. 5.944 kjósendur, 3,32 prósent gildra atkvæða, breyttu framboðslista með því að strika yfir frambjóðanda eða endurraða frambjóðendum í þingkosningunum síðastliðinn laugardag. Í þessari samantekt er litið til allra lista framboða sem náðu manni inn á þing. Í kosningunum 2013 breyttu 6.922 röð á lista eða 4,15 prósent. Árið 2013 voru það kjósendur Sjálfstæðisflokksins sem oftast breyttu röðun á lista en nú voru Framsóknarmenn mest í því. Síðast var mest um breytingar í Reykjavík norður en nú var það í Norðausturkjördæmi sem breytingablýanturinn var mest á lofti.Eva Heiða HönnudóttirEngar rannsóknir eru til um það hvort flokksbundnir einstaklingar eða aðrir eru líklegri til að strika út eða raða lista upp á nýtt. „En þetta er nokkuð borðleggjandi. Ef þú kannt illa við frambjóðandann þá strikar þú hann út,“ segir Eva Heiða. Augljóst er að átökin í Framsóknarflokknum vikurnar og mánuðina fyrir kosningar hafa haft áhrif. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Eygló Harðardóttir voru öll strikuð oft út af kjósendum flokksins. Formaður og varaformaður flokksins, þau Sigurður Ingi Jóhannsson og Lilja Alfreðsdóttir, sluppu hins vegar vel. Sé horft á lista annarra framboða var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir strikuð oftast út af kjósendum Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Athyglisvert er að bera saman útstrikanir Sjálfstæðisflokksins þá og nú. 2013 var einna oftast strikað yfir Bjarna Benediktsson en mun færri gerðu það nú. Svipaða sögu er að segja af þingmönnum flokksins þeim Ásmundi Friðrikssyni og Óla Birni Kárasyni. Óvinsældir Vilhjálms Bjarnasonar aukast hins vegar milli kosninga. „Útstrikanirnar í Sjálfstæðisflokknum nú virðast ekki beinast að ákveðinni persónu líkt og raunin er í Framsóknarflokknum,“ segir Eva Heiða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05 Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið Strandveiðisjómaður lést Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Innlent Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Tugir missa vinnuna í sumar Innlent Snurða hljóp á þráðinn í nótt Innlent Fleiri fréttir Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Fötlun þýði ekki að börn njóti þess minna að róla og leika sér Sjá meira
„Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Sigmundur Davíð Gunnlaugssons segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. 2. nóvember 2016 19:05
Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19
Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07