Forsetinn fer á Facebook til að útskýra hvað hann átti við með móðir Teresu ummælunum Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2016 13:47 Guðni Th. Jóhannesson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, steig fram á ritvöllinn rétt í þessu til að árétta orð sem hann lét falla á blaðamannafundi á Bessastöðum fyrr í dag. Þar útskýrði Guðni ákvörðun sína að veita Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndunarumboðið en var jafnframt spurður í leiðinni hvað honum finnst um ákvörðun kjararáð að hækka laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar, og þar á meðal hans. Guðni sagðist ekki hafa beðið um þessa launahækkun á blaðamannafundinum og að hann þurfi hana ekki. Hann nefnir hins vegar á Facebook að hann geri sér grein fyrir að meðlimir kjararáðs sé gefið ákveðið hlutverk. „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk.“ Á fundinum sagði Guðni að hann ætti von á að Alþingi myndi vinda ofan af þessum kauphækkunum þingmanna og æðstu stjórnenda landsins en sagði að þangað til myndi hann láta þessa launahækkun sína renna annað. Þegar hann var spurður hvert hann myndi láta hana renna svaraði Guðni spurningunni með spurningu þegar hann sagði: „Á ég að vera einhver móðir Teresa sem gortar sig af því? Guðni segir á Facebook að góður vinur hans hefði bent honum á að þó það þurfi einbeittan brotavilja til þess þá mætti skilja þessa spurningu hans á þann veg að hann telji móður Teresu hafa stært sig af góðverkum sínum. „Ó nei, ég átti við að maður á ekki að vera gorta sig ef maður er í þeirri stöðu að geta hæglega látið fé af hendi rakna en verið vel stæður samt sem áður.“ Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði. 2. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, steig fram á ritvöllinn rétt í þessu til að árétta orð sem hann lét falla á blaðamannafundi á Bessastöðum fyrr í dag. Þar útskýrði Guðni ákvörðun sína að veita Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndunarumboðið en var jafnframt spurður í leiðinni hvað honum finnst um ákvörðun kjararáð að hækka laun æðstu ráðamanna þjóðarinnar, og þar á meðal hans. Guðni sagðist ekki hafa beðið um þessa launahækkun á blaðamannafundinum og að hann þurfi hana ekki. Hann nefnir hins vegar á Facebook að hann geri sér grein fyrir að meðlimir kjararáðs sé gefið ákveðið hlutverk. „Meðlimir kjararáðs eru ekki vont fólk.“ Á fundinum sagði Guðni að hann ætti von á að Alþingi myndi vinda ofan af þessum kauphækkunum þingmanna og æðstu stjórnenda landsins en sagði að þangað til myndi hann láta þessa launahækkun sína renna annað. Þegar hann var spurður hvert hann myndi láta hana renna svaraði Guðni spurningunni með spurningu þegar hann sagði: „Á ég að vera einhver móðir Teresa sem gortar sig af því? Guðni segir á Facebook að góður vinur hans hefði bent honum á að þó það þurfi einbeittan brotavilja til þess þá mætti skilja þessa spurningu hans á þann veg að hann telji móður Teresu hafa stært sig af góðverkum sínum. „Ó nei, ég átti við að maður á ekki að vera gorta sig ef maður er í þeirri stöðu að geta hæglega látið fé af hendi rakna en verið vel stæður samt sem áður.“
Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 „Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði. 2. nóvember 2016 12:31 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
„Á ég að vera einhver Móðir Theresa hér sem gortar sig af því“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, virtist hneykslaður á ákvörðun kjararáðs um að hækka laun sín um hálfa milljón á mánuði. 2. nóvember 2016 12:31