Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 12:45 Píratar með Guðna Th. á Bessastöðum á mánudag. vísir/anton brink „Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
„Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira