Bjarni Benediktsson fær umboðið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:23 Guðni á blaðamannafundinum. vísir/eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann. Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Óafsakanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi nú fyrir skömmu að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, fái umboð til stjórnarmyndunar. Bjarna verður hins vegar gert að skila forseta skýrslu um framvindu mála í næstu viku, og tekin verður ákvörðun um framhaldið í kjölfarið.Þessi kostur vænlegastur til árangurs „Niðurstaðan núna er að fela formanni Sjálfstæðisflokks umboð til myndunar ríkisstjórnar sem njóti stuðnings meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðisflokkur er stærstur flokka á þingi með tæplega 30 prósent stuðning í nýliðnum alþingiskosningum. Ljóst er í stöðunni að þessi kostur er vænlegastur til árangurs. Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa,“ sagði Guðni á fundinum. Guðni sagði að engar skýrar línur hefðu myndast þegar hann ræddi við forystufólk flokkanna á sunnudag. Hann hafi því talað við formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Viðreisnar á mánudag, en að Bjarni hafi verið vænlegasti kosturinn, enda Sjálfstæðisflokkur stærsti flokkurinn á þingi. „Það er greinilegt síðustu daga að þetta er vænlegasta leiðin til myndunar ríkisstjórnar eins og sakir standa. Umboð til stjórnarmyndunar þarf að vera byggt á traustum grunni og líkur á að afhending þess leiði til árangurs. Umboðinu er ekki ráðstafað eins og verðlaunagrip eða ráðstafað sjálfvirkt. Við miðuðum við það við formaður Sjálfsætðisflokks, sem ræddum saman fyrir stundu, að um helgina eða í næstu viku verði komið í ljós hvernig miði og að hann gefi mér skýrslu um það og við tökum svo ákvörðun í því framhaldi um næstu skref,“ bætti hann við.Afhending umboðsins formsatriði Guðni tók fram að þrátt fyrir að hefðin sé sú að forseti afhendi stjórnarmyndunarumboð, sé það ekki lögformleg athöfn. „Stundum er þetta formsatriði. Þá hefur það gerst að leiðtogar stjórnmálaflokka hafa komið sér saman um stjórnarmyndun. Stundum er þessi afhending stjórnarmyndunarumboðs upphaf flókins ferils þar sem niðurstaða liggur ekki fyrir,“ sagði hann.
Kosningar 2016 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Óafsakanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Sjá meira