Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:17 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara. Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Úrskurður kjararáðs síðastliðinn laugardag, á kjördag þann 29. október, um launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna, ráðherra og forseta Íslands, þýðir kostnaðaraukningu fyrir ríkissjóð upp á 41 prósent vegna þessa tiltekna hóps. Er það vegin meðalhækkun samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins en Vísir óskaði eftir upplýsingum þar að lútandi hjá ráðuneytinu. Þá felur úrskurðurinn jafnframt í sér 0,25 prósent hækkun á launakostnaði ríkisins. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis kemur fram að á seinasta ári hafi launakostnaður ríkisins vegna þjóðkjörinna einstaklinga verið samtals 1 milljarður og 78 milljónir króna. Það samsvaraði um 0,6 prósentum af launakostnaði ríkisins. Fyrstu níu mánuði þessa árs var launakostnaðurinn vegna þessa sama hóps 824,8 milljónir króna.Hér að neðan má sjá súlurit sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 en það sýnir þær hækkanir sem þingmenn, ráðherrar og forseti Íslands hafa fengið síðastliðið ár.Ekki liggur fyrir hversu há krónutalan verður vegna seinustu þriggja mánaða ársins enda segir úrskurður kjararáðs ekki allt um laun þingmanna og ráðherra en líkt og farið var yfir á Vísi í gær geta launin hækkað umtalsvert vegna ýmissa aukagreiðslna og álags sem þeir eiga rétt á. Hækkunin sem kjararáð ákvað nú á laugardag er sú langmesta af þeim þremur hækkunum sem ráðið hefur úrskurðað um en í rökstuðningi kjararáðs fyrir hækkuninni kom meðal annars fram að afar mikilvægt að þjóðkjörnir fulltrúa séu fjárhagslega sjálfstæðir. Þá er jafnframt litið til þess að kjaradómur hafi metið það sem svo að launin tækju mið af launum héraðsdómara og hæstaréttardómara, það er að þingfararkaup væri það sama laun héraðsdómara og laun ráðherra á pari við laun hæstaréttardómara.
Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Óásættanleg niðurstaða kjararáðs "Hin leiðin er að tryggja að aðrir hópar samfélagsins fái ekki lakari leiðréttingar en kjararáð býður upp á“ 2. nóvember 2016 10:02
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00