NBA-liðin náðu ekki sambandi við Pétur sem var að spila heima á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2016 12:00 Pétur Guðmundsson. Vísir/Hari Íslenski NBA-leikmaðurinn Pétur Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá „The Handle Podcast“ þar sem var farið vel yfir magnaðan feril hans. Pétur varð á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur og alinn upp í Evrópu, til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Pétur var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981 en íslenski miðherjinn spilaði einnig með Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar hjá Los Angeles Lakers 1985-86 og svo hjá liði San Antonio Spurs 1987-89. Pétur lék alls 150 leiki í deildarkeppni NBA og 14 leiki í úrslitakeppninni. Hann var með 4,6 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjum sínum. Pétur segir margar skemmtilegar sögu frá ferlinum í viðtalinu þar á meðal þegar Portland Trail Blazers setti hann í bann haustið 1982 og hann missti í framhaldinu sambandið við umboðsmanninn sinn. Veturinn 1982-83 spilaði hann með ÍR á Íslandi en vissi ekkert af því að hinum megin við Atlantshafið voru fullt af NBA-liðum að reyna að komast í samband til að bjóða honum samning. Pétur frétti ekki af því fyrr en eftir tímabilið. Pétur segir einnig frá því þegar Detroit Pistons lét hann fara fyrir 1983-84 tímabilið og hvernig hann komst aftur inn í NBA-deildina eftir að hafa spilað með í Kansas City Sizzlers í CBA-deildinni. Vera Péturs þar skilaði honum samningi hjá Los Angeles Lakers vorið 1986 þar sem hann var varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétur var með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leik og hann skoraði 15 stig og 6 fráköst í lokaleik deildarkeppninnar. Pétur var einnig með 10 stig í fyrsta leik Lakers í úrslitakeppninni 1986 og skoraði 25 í fyrstu þremur leikjunum. Pétur segir einnig frá meiðslum sínum við lok ferilsins og hvað hefur tekið við eftir að körfuboltaferli hans lauk. Það er hægt að hlusta á þetta skemmtilega viðtal með því að smella hér. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Íslenski NBA-leikmaðurinn Pétur Guðmundsson var í skemmtilegu viðtali hjá „The Handle Podcast“ þar sem var farið vel yfir magnaðan feril hans. Pétur varð á sínum tíma fyrsti leikmaðurinn, sem fæddur og alinn upp í Evrópu, til að spila í NBA-deildinni í körfubolta. Pétur var valinn af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981 en íslenski miðherjinn spilaði einnig með Magic Johnson og Kareem Abdul-Jabbar hjá Los Angeles Lakers 1985-86 og svo hjá liði San Antonio Spurs 1987-89. Pétur lék alls 150 leiki í deildarkeppni NBA og 14 leiki í úrslitakeppninni. Hann var með 4,6 stig, 3,8 fráköst og 1,0 stoðsendingu að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjum sínum. Pétur segir margar skemmtilegar sögu frá ferlinum í viðtalinu þar á meðal þegar Portland Trail Blazers setti hann í bann haustið 1982 og hann missti í framhaldinu sambandið við umboðsmanninn sinn. Veturinn 1982-83 spilaði hann með ÍR á Íslandi en vissi ekkert af því að hinum megin við Atlantshafið voru fullt af NBA-liðum að reyna að komast í samband til að bjóða honum samning. Pétur frétti ekki af því fyrr en eftir tímabilið. Pétur segir einnig frá því þegar Detroit Pistons lét hann fara fyrir 1983-84 tímabilið og hvernig hann komst aftur inn í NBA-deildina eftir að hafa spilað með í Kansas City Sizzlers í CBA-deildinni. Vera Péturs þar skilaði honum samningi hjá Los Angeles Lakers vorið 1986 þar sem hann var varamaður Kareem Abdul-Jabbar. Pétur var með 14 stig og 9 fráköst í fyrsta leik og hann skoraði 15 stig og 6 fráköst í lokaleik deildarkeppninnar. Pétur var einnig með 10 stig í fyrsta leik Lakers í úrslitakeppninni 1986 og skoraði 25 í fyrstu þremur leikjunum. Pétur segir einnig frá meiðslum sínum við lok ferilsins og hvað hefur tekið við eftir að körfuboltaferli hans lauk. Það er hægt að hlusta á þetta skemmtilega viðtal með því að smella hér.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira