Héldu einkatónleika fyrir langveikan dreng Benedikt Bóas skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Birgir Jónsson, Silli Geirdal, Ólafur og pabbi hans Óskar Árnason, Stefán Jakobsson og Ingó Geirdal. mynd/brynja herborg „Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira