Héldu einkatónleika fyrir langveikan dreng Benedikt Bóas skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Birgir Jónsson, Silli Geirdal, Ólafur og pabbi hans Óskar Árnason, Stefán Jakobsson og Ingó Geirdal. mynd/brynja herborg „Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira