Guðni ræddi við Benedikt, Bjarna og Katrínu í gær Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Benedikt Jóhannesson. vísir/anton Brink Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að afar erfitt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom meðal annars fram á opnum fundi þingflokks Viðreisnar. „Ég fór yfir kosningarnar, aðdragandann og þakkaði fólki fyrir. Síðan fór ég yfir hvaða möguleikar eru til stjórnarmyndunar,“ segir Benedikt. Hann segir að sumir flokkar hafi gefið út að þeir hafi ekki í hyggju að starfa með þessum og hinum og það flæki jöfnuna eilítið. „Ég skoðaði bara stærðfræðina þarna að baki. Hverjir geta myndað stjórn með þessum og hverjir með hinum,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að þegar einn flokkur hefur svona mikinn þingstyrk, þá er erfitt að mynda ríkisstjórn án hans aðkomu.“ Formaðurinn segir að lítið hafi gerst í gær enda þótt einhverjar þreifingar hafi átt sér stað. Þess sé beðið að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veiti einhverjum stjórnarmyndunarumboð. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi rætt við formenn minnst þriggja stjórnmálaflokka í gær. Umræddir formenn voru Benedikt Jóhannesson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir. Líklegt þykir að forsetinn muni liggja undir feldi fram eftir degi og veita stjórnarmyndunarumboð þegar líða tekur á daginn. Það gæti þó dregist þar til á morgun. Þar er um að ræða eldskírn Guðna Th. Jóhannessonar í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Könnun 1. nóvember 2016 16:50 Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Fleiri möguleikar á stjórnarmyndun eru á borðinu nú en áður. Vinstriblokkin reynir af öllum mætti að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn er lykilflokkur við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2016 06:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að afar erfitt sé að mynda ríkisstjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Þetta kom meðal annars fram á opnum fundi þingflokks Viðreisnar. „Ég fór yfir kosningarnar, aðdragandann og þakkaði fólki fyrir. Síðan fór ég yfir hvaða möguleikar eru til stjórnarmyndunar,“ segir Benedikt. Hann segir að sumir flokkar hafi gefið út að þeir hafi ekki í hyggju að starfa með þessum og hinum og það flæki jöfnuna eilítið. „Ég skoðaði bara stærðfræðina þarna að baki. Hverjir geta myndað stjórn með þessum og hverjir með hinum,“ segir Benedikt. „Það er augljóst að þegar einn flokkur hefur svona mikinn þingstyrk, þá er erfitt að mynda ríkisstjórn án hans aðkomu.“ Formaðurinn segir að lítið hafi gerst í gær enda þótt einhverjar þreifingar hafi átt sér stað. Þess sé beðið að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veiti einhverjum stjórnarmyndunarumboð. Heimildir Fréttablaðsins herma að hann hafi rætt við formenn minnst þriggja stjórnmálaflokka í gær. Umræddir formenn voru Benedikt Jóhannesson, Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir. Líklegt þykir að forsetinn muni liggja undir feldi fram eftir degi og veita stjórnarmyndunarumboð þegar líða tekur á daginn. Það gæti þó dregist þar til á morgun. Þar er um að ræða eldskírn Guðna Th. Jóhannessonar í þeim efnum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Settu þig í spor Guðna: Hver á að fá stjórnarmyndunarumboðið? Könnun 1. nóvember 2016 16:50 Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Fleiri möguleikar á stjórnarmyndun eru á borðinu nú en áður. Vinstriblokkin reynir af öllum mætti að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn er lykilflokkur við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2016 06:45 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Sjá meira
Útspil Pírata opinberar plön Viðreisnar Fleiri möguleikar á stjórnarmyndun eru á borðinu nú en áður. Vinstriblokkin reynir af öllum mætti að mynda stjórn án Sjálfstæðisflokksins. Viðreisn er lykilflokkur við myndun nýrrar ríkisstjórnar. 1. nóvember 2016 06:45
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?