Litlar fregnir af stjórnarmyndun Una Sighvatsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 19:45 Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Sjá meira
Engar gestakomur voru á Bessastöðum í dag, ólíkt gærdeginum þegar forystufólk stjórnmálaflokkanna mætti eitt af öðru til fundar við forseta Íslands. Engu að síður hélt forsetinn áfram að ræða við menn í dag, til þess að ákvarða hverjum hann muni á endanum veita formlegt umboð til stjórnmyndunar, en eftir því sem fréttastofa kemst næst fóru þau samtöl fram í síma.Formenn gáfu lítið uppi Formenn flokkanna sem fréttastofa ræddi við í dag gáfu lítið uppi annað en að hver væri að hugsa sitt á meðan ákvörðunar forseta er beðið. Bjarni Benediktsson sendi bréf til Sjálfstæðismanna þar sem hann áréttaði að niðurstöður kosninganna gefi flokknum tækifæri til að mynda þriggja flokka stjórn, því eins og fram hefur komið gæti Sjálfstæðisflokkurinn náð naumum meirihluta 32 þingmanna í samstarfi við Bjarta framtíð og Viðreisn.Engar reglur um stjórnarmyndun Fleiri kostir eru þó í stöðunni en ljóst má vera að Bjarni væntir þess að fá stjórnmyndunarumboðið. Engar reglur gilda hinsvegar um myndun ríkisstjórnar aðrar en að hún skuli hafa meirihluta Alþingis á bak við sig og að sá sem hana myndar þurfi til þess umboð forseta. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé stærstur er ekki gefið að hann hreppi hnossið. Í síðustu Alþingiskosningum 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn einnig flest atkvæði, en Ólafur Ragnar Grímsson veitti engu að síður Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni umboðið með þeim rökum að Framsóknarflokkurinn hefði unnið stærsta kosningasigurinn.Sitjandi starfsstjórn afgreiðir engin stór mál Guðni Th. Jóhannesson sagði í tilkynningu í gær að viðræðurnar hefðu varpað ljósi á þá stöðu sem hafi skapast eftir að sitjandi ríkisstjórn missti þingmeirihluta sinn. Ætla má að eftir frekari samtöl í dag þokist hann nær því gera upp hug sinn um hver sé líklegastur til að leiða starfshæfa stjórn. Því er ekki ólíklegt að dragi til tíðinda á morgun. Í millitíðinni situr fráfarandi ríkissstjórn enn sem starfstjórn en stórpólitísk mál, eins og um fjármál næsta árs, verða ekki afgreidd fyrr en Alþingi verður kallað saman með nýrri ríkisstjórn.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Árið í sögubækurnar sem eitt það hlýjasta á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Sjá meira