Samfylkingin fjarlægst tilgang sinn Snærós Sindradóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Oddný Harðardóttir og Jóhanna Sigurðardóttir, báðar fyrrverandi formenn Samfylkingarinnar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fráfarandi þingmaður flokksins, bauð sig fram á móti Árna Páli Árnasyni daginn fyrir formannskjör í fyrra en hann hafði betur með einu atkvæði. vísir/stefán Óformlegar umræður flokksmanna innan Samfylkingarinnar beinast meðal annars að því að sameinast Bjartri framtíð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en einnig að hugmyndir Magnúsar Orra Schram, sem hann lagði fram í aðdraganda formannskjörs í júní, um að leggja flokkinn niður og hefja samtal við aðra flokka um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks, séu aftur á borðinu. Málið hefur ekki verið rætt í stjórn flokksins.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, segir að fyrst og fremst sé um óformlegar þreifingar flokksmanna að ræða. „Að mínu viti hefur þessi umræða bara verið hluti af almennri umræðu um hvað gæti mögulega gerst. Að nú þurfi vinstrivængurinn að sameinast.“ Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur heyrt að hugmyndir um að stokka allt upp séu komnar aftur á kreik. „Það eru margir sem hafa verið að tala fyrir slíkum hugmyndum. Jafnaðarflokkurinn verður alltaf til, hvort sem hann heitir Samfylkingin eða eitthvað annað. Mér þykja að ýmsu leyti spennandi tímar fram undan og það getur margt gott komið út úr þessu.“Vísir/STÖÐ 2Oddný Harðardóttir sagði af sér formennsku í flokknum í gær til að axla ábyrgð eftir skelfilega útreið flokksins í kosningum á laugardag. Varaformaður flokksins og nýkjörinn þingmaður, Logi Már Einarsson, er tekinn við sem formaður. Hann hefur ekki heyrt að þessar hugmyndir séu á sveimi. „Ég mun með opnum hug hlusta á allar gagnrýnisraddir, allar hugmyndir, hvort sem þær eru uppbyggilegar eða ekki og fara svo bara með auðmýkt yfir þær í samstarfi við mína félaga. Það er ekki búið að ákveða neitt. Það eru þúsundir hugmynda sveimandi um himinhvolfið núna sem geta nýst okkur og við munum örugglega grípa þá sem okkur finnst skynsamlegust.“Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde á göngum Alþingis.Vandi Samfylkingarinnar er margþættur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir málið snúa að kjarna flokksins sem hafi týnst. „Þeir flokkar sem urðu að Samfylkingunni, sérstaklega Alþýðuflokkurinn, voru meðvitaðir um rót sína í verkalýðsbaráttunni. Inn í flokkinn koma svo fágaðri öfl, ef svo má að orði komast, fólk sem skilur ekki verkalýðsbaráttuna og þann uppruna. Þau fara að trúa því að sú barátta sé liðin tíð og það sé enginn verkalýður lengur. En þetta er alger misskilningur.“ Eiríkur segir þorra þjóðarinnar, alla almenna launþega sem lifa frá mánaðamótum til mánaðamóta, vera hinn íslenska verkalýð. „Samfylkingin hætti að tala við þetta fólk. Það fór að tala um lýðræðisumbætur, femínisma, umhverfisvernd og svona fínni blæbrigði stjórnmálanna. Allt fín málefni í sjálfu sér en rótin í Samfylkingunni er launabarátta. Barátta alþýðunnar fyrir sínum réttláta skerf í þjóðfélaginu. Í yfirstandandi kosningabaráttu heyrði ég ekki neitt sem minnti á þennan uppruna.“ Fylgi Samfylkingarinnar fór langt niður fyrir það sem talið var kjarnafylgi flokksins. „Fylgið fór meira að segja langt niður fyrir kjarnafylgi Alþýðuflokksins eins. Hvernig er hægt að fara niður fyrir kjarnafylgi? Jú, vegna þess að það er enginn kjarni lengur. Flokkurinn hefur yfirgefið grundvöll sinn,“ segir Eiríkur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn "Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst.“ 31. október 2016 16:55 Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01 Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Um ris en einkum þó fall Samfylkingarinnar. 31. október 2016 16:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Óformlegar umræður flokksmanna innan Samfylkingarinnar beinast meðal annars að því að sameinast Bjartri framtíð. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en einnig að hugmyndir Magnúsar Orra Schram, sem hann lagði fram í aðdraganda formannskjörs í júní, um að leggja flokkinn niður og hefja samtal við aðra flokka um stofnun nýs jafnaðarmannaflokks, séu aftur á borðinu. Málið hefur ekki verið rætt í stjórn flokksins.Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson, ritari Samfylkingarinnar, segir að fyrst og fremst sé um óformlegar þreifingar flokksmanna að ræða. „Að mínu viti hefur þessi umræða bara verið hluti af almennri umræðu um hvað gæti mögulega gerst. Að nú þurfi vinstrivængurinn að sameinast.“ Sema Erla Serdar, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur heyrt að hugmyndir um að stokka allt upp séu komnar aftur á kreik. „Það eru margir sem hafa verið að tala fyrir slíkum hugmyndum. Jafnaðarflokkurinn verður alltaf til, hvort sem hann heitir Samfylkingin eða eitthvað annað. Mér þykja að ýmsu leyti spennandi tímar fram undan og það getur margt gott komið út úr þessu.“Vísir/STÖÐ 2Oddný Harðardóttir sagði af sér formennsku í flokknum í gær til að axla ábyrgð eftir skelfilega útreið flokksins í kosningum á laugardag. Varaformaður flokksins og nýkjörinn þingmaður, Logi Már Einarsson, er tekinn við sem formaður. Hann hefur ekki heyrt að þessar hugmyndir séu á sveimi. „Ég mun með opnum hug hlusta á allar gagnrýnisraddir, allar hugmyndir, hvort sem þær eru uppbyggilegar eða ekki og fara svo bara með auðmýkt yfir þær í samstarfi við mína félaga. Það er ekki búið að ákveða neitt. Það eru þúsundir hugmynda sveimandi um himinhvolfið núna sem geta nýst okkur og við munum örugglega grípa þá sem okkur finnst skynsamlegust.“Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde á göngum Alþingis.Vandi Samfylkingarinnar er margþættur. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir málið snúa að kjarna flokksins sem hafi týnst. „Þeir flokkar sem urðu að Samfylkingunni, sérstaklega Alþýðuflokkurinn, voru meðvitaðir um rót sína í verkalýðsbaráttunni. Inn í flokkinn koma svo fágaðri öfl, ef svo má að orði komast, fólk sem skilur ekki verkalýðsbaráttuna og þann uppruna. Þau fara að trúa því að sú barátta sé liðin tíð og það sé enginn verkalýður lengur. En þetta er alger misskilningur.“ Eiríkur segir þorra þjóðarinnar, alla almenna launþega sem lifa frá mánaðamótum til mánaðamóta, vera hinn íslenska verkalýð. „Samfylkingin hætti að tala við þetta fólk. Það fór að tala um lýðræðisumbætur, femínisma, umhverfisvernd og svona fínni blæbrigði stjórnmálanna. Allt fín málefni í sjálfu sér en rótin í Samfylkingunni er launabarátta. Barátta alþýðunnar fyrir sínum réttláta skerf í þjóðfélaginu. Í yfirstandandi kosningabaráttu heyrði ég ekki neitt sem minnti á þennan uppruna.“ Fylgi Samfylkingarinnar fór langt niður fyrir það sem talið var kjarnafylgi flokksins. „Fylgið fór meira að segja langt niður fyrir kjarnafylgi Alþýðuflokksins eins. Hvernig er hægt að fara niður fyrir kjarnafylgi? Jú, vegna þess að það er enginn kjarni lengur. Flokkurinn hefur yfirgefið grundvöll sinn,“ segir Eiríkur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn "Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst.“ 31. október 2016 16:55 Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01 Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Um ris en einkum þó fall Samfylkingarinnar. 31. október 2016 16:01 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Oddný: Samfylkingin tekur ekki þátt í næstu ríkisstjórn "Við erum ekki að fara í ríkisstjórn, það er augljóst.“ 31. október 2016 16:55
Oddný flutti þakkarræðu: Falleg hugsjón Samfylkingarinnar ekki horfin Formaður Samfylkingarinnar sagði að þrátt fyrir að illa hafi farið eigi flokksmenn að vera stoltir af stefnu sinni. 30. október 2016 00:01
Getuleysi og forsjárhyggja banabiti Samfylkingarinnar Um ris en einkum þó fall Samfylkingarinnar. 31. október 2016 16:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent