Flokkarnir fimm mættir til fundar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 13:18 Katrín bauð flokkunum að senda einn til þrjá fulltrúa og því sitja nú fjórtán manns á fundi. Vísir/LVP Fulltrúar Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata funda nú í húsakynnum Alþingis um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Fundurinn hófst klukkan 13. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, boðað fulltrúa flokkanna á fund sinn í dag. Bauð hún formönnum flokkanna að taka með sér fulltrúa og því sitja nú fimmtán manns á fundi. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundur flokkanna um myndun stjórnar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. En Katrín fundaði með leiðtogum flokkanna hverjum fyrir sig á fimmtudag og var í símasambandi við þá í gær og fundaði einnig með þingflokki sínum. Ásamt Katrínu eru Björn Valur Gíslason, varaformaður VG og Svandís Svavarsdóttir fulltrúar Vinstri grænna. Fyrir hönd Bjartrar Framtíðar sitja fundinn Óttarr Proppé, Nichole Leigh Mosty og Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar situr fundinn ásamt fyrirrennara sínum Oddnýju G. Harðardóttur og Guðjóni Brjánssyni. Fyrir hönd Viðreisnar eru þau Benedikt Jóhannesson formaður flokksins, Jóna Sólveig Einarsdóttir varaformaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þá sitja Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson fyrir hönd Pírata. Þeir sem fréttastofa náði tali af fyrir fundinn voru hóflega bjartsýnir. Katrín mun gera forseta Íslands grein fyrir stöðunni í viðræðunum á mánudag eða þriðjudag. En þegar hann veitti henni umboðið sagði hann að Katrín yrði að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín fundar með fjórum flokksleiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir fundar með leiðtogum fjögurra flokka dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. 19. nóvember 2016 09:20 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fulltrúar Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata funda nú í húsakynnum Alþingis um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Fundurinn hófst klukkan 13. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, boðað fulltrúa flokkanna á fund sinn í dag. Bauð hún formönnum flokkanna að taka með sér fulltrúa og því sitja nú fimmtán manns á fundi. Þetta er fyrsti sameiginlegi fundur flokkanna um myndun stjórnar frá því Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. En Katrín fundaði með leiðtogum flokkanna hverjum fyrir sig á fimmtudag og var í símasambandi við þá í gær og fundaði einnig með þingflokki sínum. Ásamt Katrínu eru Björn Valur Gíslason, varaformaður VG og Svandís Svavarsdóttir fulltrúar Vinstri grænna. Fyrir hönd Bjartrar Framtíðar sitja fundinn Óttarr Proppé, Nichole Leigh Mosty og Theodóra S. Þorsteinsdóttir. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar situr fundinn ásamt fyrirrennara sínum Oddnýju G. Harðardóttur og Guðjóni Brjánssyni. Fyrir hönd Viðreisnar eru þau Benedikt Jóhannesson formaður flokksins, Jóna Sólveig Einarsdóttir varaformaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þá sitja Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson fyrir hönd Pírata. Þeir sem fréttastofa náði tali af fyrir fundinn voru hóflega bjartsýnir. Katrín mun gera forseta Íslands grein fyrir stöðunni í viðræðunum á mánudag eða þriðjudag. En þegar hann veitti henni umboðið sagði hann að Katrín yrði að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín fundar með fjórum flokksleiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir fundar með leiðtogum fjögurra flokka dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. 19. nóvember 2016 09:20 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00
Katrín fundar með fjórum flokksleiðtogum í dag Katrín Jakobsdóttir fundar með leiðtogum fjögurra flokka dag til að ræða grundvöll fyrir myndun ríkisstjórnar. 19. nóvember 2016 09:20