Ákveða sjálfir eigin hlunnindi Sveinn Arnarsson skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Skattfrjálsar aukatekjur hvers þingmanns hlaupa á milljónum á ári hverju og eru ákvarðaðar af þingmönnum sjálfum. vísir/gva Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Þingmenn fá greiðslur frá þingi vegna starfa sinna ofan á þingfararkaup sem ákveðið er af kjararáði. Allar þær greiðslur eru skattfrjálsar. Þingmenn sjálfir ákvarða þessar sporslur. Þingfararkaup hækkaði daginn eftir kosningar um 44 prósent og er nú 1,1 milljón króna á mánuði. Ofan á það fá allir þingmenn greiddan svokallaðan starfskostnað sem er 90.636 krónur á mánuði. Einnig fær hver einasti ferðamaður greiddan kostnað sem kallast ferðakostnaður í kjördæmum sem er 83.852 krónur. Þessar greiðslur eru samkvæmt ákvæðum um þingfararkostnað og eru skattfrjálsar. Það sem vekur athygli er að forsætisnefnd þingsins ákveður sjálf hversu háar upphæðir þetta eru. Í lögum um þingfararkostnaðinn segir í 17. grein að þessar greiðslur séu undanþegnar skatti.Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis á síðasta kjörtímabili og jafnframt formaður forsætisnefndar, segir mikilvægt að farið sé varlega í að breyta reglum um kostnað þingmanna. Þingmenn fái endurgreiddan kostnað sem hlýst af störfum þeirra. „Við megum ekki gera þetta svo að aðeins efnaðir einstaklingar geti orðið þingmenn. Stíga þarf varlega til jarðar en ég sé ekkert athugavert við að menn setjist niður á nýju þingi og fari fyrir hlutina með tilliti til nýs úrskurðar kjararáðs,“ segir Einar. Í 7. gr laganna um þingfararkaup og þingfararkostnað segir að þingmaður fái þessar mánaðarlegu fjárhæðir til greiðslu kostnaðar og einnig greiðslur vegna ferða á milli heimilis og Reykjavíkur. Einnig segir í sömu grein að endurgreiða skuli alþingismanni kostnað við aðrar ferðir er hann þarf að fara innanlands í tengslum við störf sín, svo og gisti- og dvalarkostnað í þeim ferðum.Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum þingmaðurmynd/sigtryggur ariMeð öðrum orðum fær þingmaður greiddar rúmar 83 þúsund krónur sem heitir „ferðakostnaður í kjördæmum“ en getur síðan fengið allan útlagðan kostnað í ferðum sínum endurgreiddan. Því er um tvítekningu að ræða. Þessar 83.852 krónur fara því ekki í kostnað vegna ferða heldur aðeins hækka laun þingmanna. Alþingi greiðir þingmönnum einnig fyrir akstur á eigin bifreið. Til að mynda greiddi þingið 51 milljón króna árið 2014 til 28 þingmanna þar sem átján þeirra fengu meira en eina milljón króna skattfrjálst í sinn vasa. Árið 2015 greiddi þingið 38,5 milljónir króna vegna aksturs þingmanna á eigin bifreiðum. Þingmenn þurfa ekki að sýna fram á kostnað vegna akstursins. Brynhildur Pétursdóttir, fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar, lagði fram þingmál þess efnis á síðasta þingi að upplýsingar um kostnað þingmanna verði gerðar opinberar. „Það er mjög mikilvægt að launagreiðslur þingmanna, hvaða nafni sem þær nefnast, séu ekki sveipaðar leyndarhjúpi. Í Bretlandi eru þessar upplýsingar allar uppi á borði og var það fyrirmynd sem ég horfði til. Á sama tíma og fjármálaráðuneytið vinnur að því að allir reikningar hins opinbera verði opnaðir almenningi ættu þingmenn að ríða á vaðið og sýna gott fordæmi. Slíkt yrði líka til að auka traust á Alþingi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira