Opið bréf til íslenska okrarans Birgir Örn Guðjónsson skrifar 18. nóvember 2016 10:53 Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hæ, ég er viðskiptavinurinn þinn. Þú ert búinn að vera svo mikið í fréttum að mig langaði til að senda þér nokkrar línur. Þú hefur verið í fréttum út af leikföngunum, fötunum, dekkjunum og ýmsu fleiru. Þú ert meira að segja orðinn pínu heimsfrægur út af þessu öllu. Spáðu í því. Orðið „viðskiptavinur“ hljómar kannski pínu kjánalega, en jú þú vilt örugglega kalla mig vin. Ég er sá sem hjálpar þér að græða sem allra mest á vörunni þinni. Það er vinalegt að mér, ekki satt. Samt væri kannski eðlilegra að kalla mig greiðanda, nú eða bara þolanda. Þú ert nefnilega að níðast á mér í ljósi þess að þú hefur meira vit á verðlagningu en ég. Þú veist hvað þú ert að leggja á vöruna en ekki ég. Kannski ertu að nýta þér einhverja einokunarstöðu. Ég veit það ekki? Ég labba bara oftast bara inn af götunni og treysti þér. Kjánalegt að mér, ég veit, en þannig er það samt. Ok, ég veit að þú ert ekki að reka góðgerðarstofnun. Þú ert í þessum business út af peningnum. Ég skil það vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort þessi þrá á skjótfengnum gróða sé þess virði að siðferðinu sé hent í ruslið? Líður þér virkilega vel með það að beita viðskiptav.... ég meina greiðendur þína viðskiptalegu ofbeldi. Það er eiginlega ekki hægt að kalla þetta annað en það. Ég og þú erum í ofbeldissambandi þar sem þú ert gerandinn og ég er sjúklega meðvirkur þolandi. Mér finnst líka pínu kjánalegt að þér að taka þessa áhættu. Þú ert nefnilega ekki bara að koma illa fram við mig og alla hina sem þú vilt kalla viðskiptavini. Þú ert líka að stefna versluninni þinni í hættu. Já og ekki bara þinni verslun, heldur líka allri verslun á Íslandi. Þú ert að skíta út verslun á Íslandi. Líkurnar á því að við leitum annað aukast og líkurnar á því að ferðamenn leiti hingað minnka. Bara út af græðgi í þér. Það er svolítið kjánalegt. Núna eru jólin framunda. Hátíð góss og miða. Ég veit að þú elskar þennan tíma. Þá stökkvum við greiðendurnir inn til þín eins og beljur að vori og fokheldum búðina þína. Svo hendumst við í básana og tæmum kortin okkar í mjaltarvélina. „Dýr sé gjöf í upphæðum.“ Mig langar til að biðja þig um að nota tækifærið og hætta þessu ofbeldi fyrir þessi jól. Mér finnst það vera svona í anda jólanna. Okkur mun báðum líða miklu betur og öll verslun og fjárhagur landsins græðir. Ef þú hætir ekki þá vil ég allavega segja þér að ég mun hætta með þér. Ég nenni ekki þessu ofbeldissambandi lengur. Það er til nóg af netverslunum og verslunarborgum þarna úti. Boltinn er hjá þér.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar