„Katrín hefur ýmsa möguleika í stöðunni“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það lykilatriði að traust ríki milli flokka svo að hægt sé að greina úr erfiðum málum. Vísir/Eyþór Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það flókið verk að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hann segir lykilatriði að traust ríki milli flokka svo að hægt sé að greina úr erfiðum málum. Hann segir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Katrín fór á fund forseta í gær og hlaut umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Katrín hefur ýmsa möguleika í stöðunni. Ef að tekið er mið af því sem hún sagði bæði fyrir og eftir kosningar þá er nú líklegast að hún reyni að mynda stjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi og hinum nýja flokki Viðreisn,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „En hún getur líka spilað þetta aðeins tough og haldið þeim möguleika opnum að bjóða Framsóknarflokknum að vera með og skipta þá honum út fyrir einhvern annan flokk. Það gefur henni sterkari stöðu en ella.“Er hún þá í betri stöðu en Bjarni var? „Það er nú erfitt að átta sig á því. Það verður alltaf flókið að mynda svona fimm flokka ríkisstjórn. Bjarni stóð líka frammi fyrir erfiðu verki. Það fer allt eftir því hversu viljugir þessir fimm flokkar eru að semja um sín mál.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé mættu til fundar við Katrínu Jakobsdóttur klukkan 11:30 í dag.Vísir/ErnirFlokkarnir ættu að geta náð saman Baldur telur að flokkarnir fimm, VG, Samfylking, Píratar, Björt framtíð og Viðreisn ættu að geta náð auðveldlega saman um hin ýmsu deilumál. „Það er held ég orðið nokkuð ljóst að bæði Viðreisn og Björt framtíð leggja mjög mikið kapp á að fá breytingu í sjávarútvegsmálum. Ég geri ráð fyrir að þau muni halda því til streitu. En ég held að flokkarnir geti náð auðveldlega saman um Evrópumálin. Þeir eigi líka að geta náð saman um einhverjar tilteknar breytingar í landbúnaðarmálum, þó að VG vilji ekki ganga jafn langt eins og Björt framtíð og Viðreisn,“ segir Baldur. „Ég held að þau geti líka náð saman bæði þegar kemur að menntamálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum og félagsmálum. Einfaldlega vegna þess að það eru bara svo miklir peningar í ríkiskassanum. Og þessir málaflokkar, ég held það séu allir sammála um það að þeir þurfi þetta fé.“Ekki líklegt að viðræðurnar strandi á velferðarmálum Hann telur ekki líklegt að viðræðurnar muni stranda á stefnumun flokkanna um rekstur í velferðarkerfi, en Viðreisn og Björt framtíð hafa bæði haldið þeim mögulega opnum að prófa fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisrekstri. „Það er vissulega heilmikill munur á stefnum flokkanna hvað varðar rekstur félagskerfisins og heilbrigðiskerfisins og kannski menntakerfisins líka. En ég geri nú ekki ráð fyrir að Viðreisn láti steyta á þessum málum. Það er ekki eitt af grundvallarprinsippum Viðreisnar ef ég skil stefnu þeirra rétt, einkarekstur í heilbrigðismálum og menntamálum. Þó að flokkurinn vilji hafa fjölbreytt rekstrarform. Þannig að ég á ekki von á að það strandi á þessu. Ég á ekki heldur von á að það strandi á skattamálum, að flokkarnir láti steyta á því. Það eru þá held sjávarútvegsmálin sem eru eftir, að menn nái lendingu í því.“ Baldur segir það jafnframt lykilatriði að traust ríki milli flokkanna, ætli þeir að eiga farsælt ríkisstjórnarsamstarf. „Það þarf líka að meta það hvort traust sé til staðar. Að það ríki það mikið traust á milli annars vegar forystumanna þessa flokka og hins vegar þingmannanna, að þeir treysti sér til að vinna saman til frambúðar og leysa úr erfiðum málum þegar þau koma upp. Það munu alltaf koma upp erfið mál í ríkisstjórnarsamstarfi sem þarf að taka á.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir það flókið verk að mynda fimm flokka ríkisstjórn. Hann segir lykilatriði að traust ríki milli flokka svo að hægt sé að greina úr erfiðum málum. Hann segir Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, hafa ýmsa möguleika í stöðunni. Katrín fór á fund forseta í gær og hlaut umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. „Katrín hefur ýmsa möguleika í stöðunni. Ef að tekið er mið af því sem hún sagði bæði fyrir og eftir kosningar þá er nú líklegast að hún reyni að mynda stjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi og hinum nýja flokki Viðreisn,“ segir Baldur í samtali við Vísi. „En hún getur líka spilað þetta aðeins tough og haldið þeim möguleika opnum að bjóða Framsóknarflokknum að vera með og skipta þá honum út fyrir einhvern annan flokk. Það gefur henni sterkari stöðu en ella.“Er hún þá í betri stöðu en Bjarni var? „Það er nú erfitt að átta sig á því. Það verður alltaf flókið að mynda svona fimm flokka ríkisstjórn. Bjarni stóð líka frammi fyrir erfiðu verki. Það fer allt eftir því hversu viljugir þessir fimm flokkar eru að semja um sín mál.“Benedikt Jóhannesson og Óttarr Proppé mættu til fundar við Katrínu Jakobsdóttur klukkan 11:30 í dag.Vísir/ErnirFlokkarnir ættu að geta náð saman Baldur telur að flokkarnir fimm, VG, Samfylking, Píratar, Björt framtíð og Viðreisn ættu að geta náð auðveldlega saman um hin ýmsu deilumál. „Það er held ég orðið nokkuð ljóst að bæði Viðreisn og Björt framtíð leggja mjög mikið kapp á að fá breytingu í sjávarútvegsmálum. Ég geri ráð fyrir að þau muni halda því til streitu. En ég held að flokkarnir geti náð auðveldlega saman um Evrópumálin. Þeir eigi líka að geta náð saman um einhverjar tilteknar breytingar í landbúnaðarmálum, þó að VG vilji ekki ganga jafn langt eins og Björt framtíð og Viðreisn,“ segir Baldur. „Ég held að þau geti líka náð saman bæði þegar kemur að menntamálum, heilbrigðismálum, húsnæðismálum og félagsmálum. Einfaldlega vegna þess að það eru bara svo miklir peningar í ríkiskassanum. Og þessir málaflokkar, ég held það séu allir sammála um það að þeir þurfi þetta fé.“Ekki líklegt að viðræðurnar strandi á velferðarmálum Hann telur ekki líklegt að viðræðurnar muni stranda á stefnumun flokkanna um rekstur í velferðarkerfi, en Viðreisn og Björt framtíð hafa bæði haldið þeim mögulega opnum að prófa fjölbreyttari rekstrarform í heilbrigðisrekstri. „Það er vissulega heilmikill munur á stefnum flokkanna hvað varðar rekstur félagskerfisins og heilbrigðiskerfisins og kannski menntakerfisins líka. En ég geri nú ekki ráð fyrir að Viðreisn láti steyta á þessum málum. Það er ekki eitt af grundvallarprinsippum Viðreisnar ef ég skil stefnu þeirra rétt, einkarekstur í heilbrigðismálum og menntamálum. Þó að flokkurinn vilji hafa fjölbreytt rekstrarform. Þannig að ég á ekki von á að það strandi á þessu. Ég á ekki heldur von á að það strandi á skattamálum, að flokkarnir láti steyta á því. Það eru þá held sjávarútvegsmálin sem eru eftir, að menn nái lendingu í því.“ Baldur segir það jafnframt lykilatriði að traust ríki milli flokkanna, ætli þeir að eiga farsælt ríkisstjórnarsamstarf. „Það þarf líka að meta það hvort traust sé til staðar. Að það ríki það mikið traust á milli annars vegar forystumanna þessa flokka og hins vegar þingmannanna, að þeir treysti sér til að vinna saman til frambúðar og leysa úr erfiðum málum þegar þau koma upp. Það munu alltaf koma upp erfið mál í ríkisstjórnarsamstarfi sem þarf að taka á.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín komin með umboð til að mynda ríkisstjórn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. 16. nóvember 2016 13:27
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48