Katrín segir liggja fyrir eftir helgi hvenær Alþingi kemur saman Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2016 12:04 Katrín Jakobsdóttir kom á fund forseta Íslands á Bessastöðum í gær og tók við stjórnarmyndunarkeflinu af Bjarna Benediktssyni. Katrín fundar með formönnum allra flokka í dag. vísir/eyþór Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda meirihlutastjórn á Alþingi hófst í morgun þegar hún fundaði með foyrstufólki Samfylkingarinnar. Bæði Katrín og forseti Íslands telja að Alþingi þurfi bráðlega að koma saman, enda einungis sex vikur til áramóta. Katrín Jakobsdóttir ætar að taka allan þennan dag til að ræða einslega við forystufólk einstakra flokka um mögulegt samstarf um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Fyrsti fundur hennar var með Loga Einarssyni formanni Samfylkingarinnar og Oddnýu Harðardóttur fyrrverandi formanni flokksins í alþingishúsinu klukkan hálf tíu. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttar Proppé formaður Bjartrar framtíðar komu síðan til fundar við Katrínu kukkan hálf tólf og stendur sá fundur enn. Eftir hádegi fundar Katrín með fulltrúum Pírata, Sigurði Inga Jóhannssyni formanni Framsóknarflokksins og að síðustu með Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins klukkan fimm. En eftir þessa fundi fundar hún svo með þingflokki sínum.Sjá einnig:Katrín þreifar á flokkunumÁ Bessastöðum í gærVísir/EyþórBjarni Benediktsson hafði stjórnarmyndunarumboðið í hálfan mánuð áður en hann skilað því til Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á þriðjudag. Eftir að forsetinn veitti Katrínu umboðið í gær sagði hann að hún þyrfti að hafa hraðar hendur þótt ekki mætti ana að neinu við myndun ríkisstjórnar. En Katrín gefur forsetanum skýrslu um stöðu mála strax upp úr helginni. Nýs Alþingis bíður að samþykkja ný fjárlög en lengsti tíminn við afgreiðslu fjárlagafrumvarps fer fram í fjárlaganefnd eftir fyrstu umræðu. Forsetinn sagði í gær að til greina kæmi að Alþingi kæmi saman þótt ekki væri búið að mynda stjórn. „Við verðum að kalla alþingi saman fyrr en síðar. Þess verður ekki langt að bíða skyldi ég ætla,“ sagði Guðni á Bessastöðum í gær. Katrín tók í svipaðan streng eftir fund sinn með forsetanum á Bessastöðum í gær. „Ég held að þegar við sjáum hvert stefnir í þessum málum þurfum við að horfa á það að það gæti verið ráðlagt að kalla saman Alþingi hvort sem að það verði mynduð ríkisstjórn eða ekki til þess að ráðast í fjárlagavinnu. Það er eitt af því sem hægt er að gera, að starfandi ríkisstjórn leggi fram fjárlög og það sé kosið til bráðabirgða í nefndir þingsins. Annars þarf að huga að því hægt verði að standa við útgreiðslur úr ríkissjóði. Við þurfum að meta þetta að lokinni helgi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Bessastöðum í gærdag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00 Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Velur á milli Viðreisnar og Framsóknarflokks Línur taka að skýrast í dag um hvort formenn flokkanna á Alþingi geti hugsað sér fimm flokka ríkisstjórn frá vinstri og til miðju. Ólíklegra verður að teljast að Framsókn geti komið inn í slíka stjórn. Þingmenn Viðreisnar eru bjart 17. nóvember 2016 07:00
Katrín þreifar á flokkunum Vísir fylgist með því sem fram fer við forsetaherbergi Alþingis þar sem formaður Vinstri grænna fundar með fulltrúum allra flokka. 17. nóvember 2016 09:48