Þrumutroðslu Russell Westbrook frá því í nótt verða allir að sjá | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 11:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Russell Westbrook innsiglaði sigur Oklahoma City Thunder í NBA-nótt með afgerandi hætti. Þessi frábæri bakvörður kórónaði flottan leik með einni af troðslum tímabilsins. Troðsla Russell Westbrook í nótt nokkrum sekúndum fyrir lokin á leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets er þegar orðin ein af flottustu tilþrifum tímabilsins. Það verður erfitt að velta henni úr sessi enda þvílík tilþrif á úrslitastundu og leikmaður að sýna íþróttahæfileika sína í öðru veldi. Það sem gerði þessa þrumutroðslu enn merkilegri er að Russell Westbrook var þarna að troða með vinstri hendi og yfir hinn 208 sentímetra háa miðherja Houston liðsins Clint Capela. Russell Westbrook endaði leikinn með 30 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar og það ótrúlega við það er að þessar tölur lækkuðu meðaltalið hans á tímabilinu. „Ég sagði við Vic fyrir leikinn að ég ætlaði að ná vinstri handar troðslu í leiknum, vissi bara ekki hvenær,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn og bætti við: „Það má segja að ég hafi geymt það besta þar til síðast,“ sagði Westbrook brosandi. Liðsfélagi hans Victor Oladipo staðfesti það við bandaríska fjölmiðlamenn að Westbrook hafi vissulega lofaði þessu fyrir leikinn. Hvort að Russell Westbrook sé mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar er efni í góða umræðu en það geta fáir NBA-áhugamenn mótmælt því að hann sé einn sá allra skemmtilegasti. Það er alltaf von á einhverju góðu þegar kemur að Russell Westbrook enda líklega sá eini sem ákveður að troða yfir 208 sentímetra miðherja eftir innkastkerfi á lokasekúndum í æsispennandi leik og það sem meira er - nota vinstri í verkið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari þrumutroðslu Russell Westbrook í nótt. NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Russell Westbrook innsiglaði sigur Oklahoma City Thunder í NBA-nótt með afgerandi hætti. Þessi frábæri bakvörður kórónaði flottan leik með einni af troðslum tímabilsins. Troðsla Russell Westbrook í nótt nokkrum sekúndum fyrir lokin á leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets er þegar orðin ein af flottustu tilþrifum tímabilsins. Það verður erfitt að velta henni úr sessi enda þvílík tilþrif á úrslitastundu og leikmaður að sýna íþróttahæfileika sína í öðru veldi. Það sem gerði þessa þrumutroðslu enn merkilegri er að Russell Westbrook var þarna að troða með vinstri hendi og yfir hinn 208 sentímetra háa miðherja Houston liðsins Clint Capela. Russell Westbrook endaði leikinn með 30 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar og það ótrúlega við það er að þessar tölur lækkuðu meðaltalið hans á tímabilinu. „Ég sagði við Vic fyrir leikinn að ég ætlaði að ná vinstri handar troðslu í leiknum, vissi bara ekki hvenær,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn og bætti við: „Það má segja að ég hafi geymt það besta þar til síðast,“ sagði Westbrook brosandi. Liðsfélagi hans Victor Oladipo staðfesti það við bandaríska fjölmiðlamenn að Westbrook hafi vissulega lofaði þessu fyrir leikinn. Hvort að Russell Westbrook sé mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar er efni í góða umræðu en það geta fáir NBA-áhugamenn mótmælt því að hann sé einn sá allra skemmtilegasti. Það er alltaf von á einhverju góðu þegar kemur að Russell Westbrook enda líklega sá eini sem ákveður að troða yfir 208 sentímetra miðherja eftir innkastkerfi á lokasekúndum í æsispennandi leik og það sem meira er - nota vinstri í verkið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari þrumutroðslu Russell Westbrook í nótt.
NBA Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira