Stórhríð og stormur í kortunum: „Fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:36 Búist er við mikilli snjókomu norðan-og austan lands í dag. Vísir/Auðunn Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum. Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Gera má ráð fyrir stórhríð á Norður-og Austurlandi í dag þar sem saman mun fara samfelld snjókoma og mikill vindur, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Þar kemur jafnframt fram að þetta sé „fyrsta alvöru norðanátt vetrarins“ og verða því mikil umskipti nú eftir mikla veðurblíðu í þessum landshlutum í allt haust. „Í dag er boðið upp á norðan hvassviðri eða storm (15-23 m/s) og má búast við þessum vindhraða um allt land. Þó ber að nefna að líklega hvessir enn frekar suðaustanlands seint í dag, þegar Vatnajökull nær að magna upp norðanáttina í hættulega vindstrengi með líkum á sandfoki. Snjókoman í norðanáttinni dreifist hins vegar ekki jafnt yfir landið, heldur er að mestu bundin við svæðið frá Vestfjörðum og austur eftir Norðurlandi allt til Austfjarða. Þegar saman fer samfelld snjókoma og mikill vindstyrkur er talað um stórhríð og því má gera ráð fyrir slíku allvíða á Norður- og Austurlandi í dag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Mikilvægt er að fólk sem ætlar að vera á ferðinni í dag kynni sér færð á vegum en nú í morgunsárið er Brattabrekka ófær samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og þar er vonskuveður. Þá er þæfingsfærð á Holtavörðuheiði þar sem verið er að moka en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Samkvæmt spánni á veðrið að skána á morgun þar sem vindhraðinn ætti að vera um 2-3 metrum á sekúndu á hægari og ekki jafn mikil ofankoma og búast má við í dag. Það er þó ekki fyrr en síðdegis á laugardag sem það dregur úr vindi og ofankomu svo um munar. Á sunnudaginn er síðan spáð köldu en rólegu vetrarveðri.Veðurhorfur næstu daga:Norðanátt í dag, víða 15-23 metrar á sekúndu. Talsverð snjókoma og skafrenningur norðan- og austan lands, en slydda með austurströndinni. Skýjað með köflum um landið sunnanvert og sums staðar dálítil él. Norðan 20-28 í vindstrengjum við Vatnajökul undir kvöld og líkur á sandfoki. Frost 0 til 4 stig, en frostlaust með austurströndinni. Veður skánar lítillega á morgun.Á föstudag:Norðan og norðvestan 13-18 metrar á sekúndu, en 18-23 í vindstrengjum suðaustantil á landinu. Þurrt að kalla sunnanlands, en snjókoma um landið norðanvert. Talsverð ofankoma á Norðurlandi um kvöldið. Frost 0 til 4 stig, en hiti rétt ofan frostmarks við austurströndina.Á laugardag:Norðan 10-15 og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu seinnipartinn. Hiti kringum frostmark.Á sunnudag:Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður, en norðvestan 8-13 og dálítil él með austurströndinni. Frost 1 til 9 stig, mest í innsveitum.Á mánudag:Fremur hæg bretyileg átt. Allvíða dálítil él við sjávarsíðuna, en bjart inn til landsins. Frost 1 til 13 stig, kaldast í innsveitum.
Veður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira