Topp tíu listi nýrrar ríkisstjórnar í umhverfismálum Snorri Baldursson og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Snorri Baldursson formaður LandverndarVerndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður væntanlega mynduð á næstu vikum. Um leið og við óskum henni alls hins besta í störfum sínum leyfum við okkur að leggja fram eftirfarandi forgangslista í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi. Til að þessi verkefni geti orðið að veruleika í tíð næstu stjórnar þarf að geirnegla þau í stjórnarsáttmála. Landvernd lýsir sig reiðubúna að koma að nánari útfærslu verkefnanna eftir því sem við á. Listinn er ekki settur fram í áhersluröð:Menntun til sjálfbærni, náttúru- og umhverfisvitundar. Lykillinn að sjálfbæru samfélagi í nútíð og framtíð er öflug menntastefna sem byggir á sjálfbærri þróun. Styrkja þarf þennan grunnþátt, m.a. með kröftugri eftirfylgni við aðalnámskrá. Ávinningur: Betri umgengni við landið og umheiminn og skynsamlegri ákvarðanataka í daglegu lífi og starfi.Umboðsmaður framtíðarinnar. Sett verði upp skrifstofa Umboðsmanns framtíðarinnar þvert á ráðuneyti sem hafi það hlutverk að tryggja að lagasmíð, stefnumótun og áætlanagerð sé í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun hérlendis og í alþjóðlegu samhengi. Ávinningur: Styður við vilja allra stjórnmálaflokka um sjálfbæra þróun íslensks samfélags.Snorri Baldursson formaður LandverndarVerndarstefna í stað virkjanastefnu. Horfið verði frá stuðningi við stórvirkjanir, stóriðjuframkvæmdir og -fyrirtæki og tryggja að hin síðastnefndu greiði eðlilega skatta og auðlindagjöld. Þá verði fallið frá olíuvinnslu við Ísland. Orku- og iðnaðarstefna taki þess í stað mið af einstakri náttúru landsins og leggi áherslu á rafvæðingu bíla- og skipaflotans, ásamt þjónustu við smáiðnað og ræktun af ýmsu tagi. Hugmyndafræði og lögum rammaáætlunar verði umbylt þannig að landsvæði í eigu þjóðarinnar séu ekki fyrst og fremst „virkjunarkostir“ heldur „verndarkostir“ þar til unnt er með óyggjandi hætti að sýna fram á þjóðhagslega nauðsyn og hagkvæmni virkjunar. Ávinningur: Vernd einstæðrar náttúru, minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukinn arður af náttúruauðlindum.Sameining verkefna á sviði náttúruverndar. Ríkið á yfir helming landsins og þar með fjölsótt ferðamannasvæði. Átta ríkisstofnanir og ráðuneyti hafa umsjón með landi í ríkiseigu: Þingvallanefnd (Þingvallaþjóðgarður), Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun (þjóðgarðurinn Snæfellsjökull og flest friðlýst svæði), Skógrækt ríkisins (þjóðskógar, t.d. Þórsmörk), Landgræðsla ríkisins (Dimmuborgir o.fl.), Húsameistari ríkisins (þjóðlendur), Jarðaumsýsla ríkisins (ríkisjarðir) og Minjastofnun (verndun þjóðminja). Hlutverk allra þessara stofnana er í meginatriðum hið sama, þ.e. að tryggja vernd og sjálfbæra nýtingu landsins sem þær annast, sjá um uppbyggingu innviða og eftir atvikum að fræða ferðafólk. Ávinningur: Mikil samlegðaráhrif af samhæfðri stefnumörkun og verndarsýn, betri nýting mannauðs og hagræðing í opinberum rekstri.Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Óbyggðir miðhálendisins eru okkar dýrmætasti náttúruarfur og stór hluti af sjálfsmynd þjóðarinnar og ímynd landsins út á við. Hálendið býr yfir óumdeildum náttúruverðmætum. Mikilvægt er að tryggja aðkomu allra sem málið varðar að stjórnun hálendisþjóðgarðsins, sem yrði svæðisskiptur með tilliti til verndar og nýtingar þannig að þörfum mismunandi hópa verði mætt. Ávinningur: Heildarsýn um skipulag, vernd og nýtingu hálendisins, markviss stýring ferðamanna og aukin atvinnutækifæri í dreifðari byggðum landsins.Kolefnishlutlaust Ísland. Leggja fram tímasetta áætlun, með magnbundnum markmiðum, í samvinnu við atvinnulíf, sveitarfélög og félagasamtök sem hefur kolefnishlutlaust Ísland 2035 að markmiði. Ávinningur: Ísland tekst á við loftslagsmálin og getur orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu.Vernd, endurheimt og sjálfbær nýting jarðvegs- og gróðurs. Tryggja sjálfbæra nýtingu afrétta og gera átak í endurheimt landgæða sem virðir íslenskt landslags og lífríki. Endurskoða þarf löngu úrelt skógræktar- og landgræðslulög og gera þar skýran greinarmun á endurheimt birkiskóga, votlendis og annarra upprunalegra vistkerfa annarsvegar og ræktun nytjagróðurs í landbúnaði á borð við barr- og blandskóga hinsvegar. Ávinningur: Endurheimt líffræðilegrar fjölbreytni landsins og binding kolefnis. Skil á milli nytjaskógræktar og endurheimtar (náttúruverndar) verða skýrari.Vernd lífríkis sjávar. Súrnun sjávar er mikil ógn við lífríki hafsins. Vinna þarf metnaðarfulla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem snýr að því að draga úr losun koltvísýrings. Taka þarf skilyrðislaust á mengun sjávar, ekki síst plastmengun frá landi. Bann við einnota plastpokum er góð byrjun. Ávinningur: Miklir hagsmunir fyrir lífríki hafsins, sjávarútveg og efnahag Íslendinga.Ferðaþjónusta og náttúruvernd. Mörkuð verði ferðaþjónustustefna sem taki fullt tillit til náttúru og umhverfis. Stefnan taki á stýringu ferðamannastraums til landsins, þ.m.t. aukinni mengun vegna flugsamgangna, dreifingu ferðamanna um landið og uppbyggingu innviða í takt við staðhætti og landslag. Takmarka þarf aðgang þar sem við á og tryggja að hér verði áfram til fáfarin svæði, án innviða. Ávinningur: Náttúran, meginaðdráttarafl ferðaþjónustunnar, vernduð og ímyndin styrkt.Líta á friðlýsingar sem stjórntæki. Friðlýst svæði eru fjársvelt og lagaskyldu um friðlýsingar er lítið sinnt, t.d. samkvæmt lögum um rammaáætlun og um Mývatn og Laxá. Þessu þarf að breyta og jafnframt að beita friðlýsingum í auknum mæli sem tæki hins opinbera til að varna landi skemmdum af völdum aukins ferðamannastraums. Ávinningur: Skilvirkasta og einfaldasta leiðin til að ná tökum á landnýtingu, stýra ferðamennsku og veita upplýsingar og fræðslu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun