Fyrsti kostur Katrínar fjölflokka stjórn á vinstri vængnum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2016 13:50 Frá fundi Katrínar Jakobsdóttur og Guðna Th. Jóhannessonar í síðasta mánuði. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun leitast eftir því að mynda fjölflokka stjórn á vinstri væng stjórnmálanna, eða frá miðju til vinstri, eins og hún orðaði það á Bessastöðum rétt í þessu þegar hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu frá forseta Íslands. Hún segist ætla að ræða við þingflokk Vinstri grænna í dag og en á morgun ætlar hún sér að ræða við fulltrúa allra flokka. Í kjölfarið verður farið betur yfir það hvaða möguleikar eru í stöðunni. Hún sagði alla flokka gera sér grein fyrir því að það sé ábyrgðarhluti að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Spurð hvort að líkur væri á því að Vinstri grænir færi í stjórn með Sjálfstæðisflokknum sagði hún að fyrsta val Vinstri grænna liggi fyrir, en ef það gengur ekki upp þurfi einhvern veginn að ná þessu markmiði, að mynda starfhæfa stjórn. Spurð hvort að þessir flokkar á vinstri vængnum, Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin, geti náð saman í stærstu málunum, líkt og sjávarútvegsmálum og Evrópumálum, sagði Katrín að það yrði að takast á við það þegar þar að kemur. Hún viðurkenndi að auðvitað væru þessir flokkar ósammála að mörgu leyti en hún vildi frekar horfa í það sem sameini þá. Hún þarf að gefa forseta Íslands skýrslu um stöðu mála um komandi helgi og sagði það vera skiljanlegan tímafrest, það sneiðist um tímann eftir því sem líður frá kosningum og hún yrði einfaldlega að láta þann tíma duga.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00 Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09 Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fimm flokka stjórn frá vinstri að miðju fyrsti kostur Katrín Jakobsdóttir fer á fund forseta í dag og fær formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Fyrsti kostur Katrínar er fimm flokka stjórn án núverandi stjórnarflokka. Umræddir flokkar segjast tilbúnir ef málefnasamstaða næst. 16. nóvember 2016 06:00
Katrín ekki með neinar „sérstakar væntingar“ fyrir fundinn með Guðna Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum núna klukkan 13. 16. nóvember 2016 13:09
Eiginmaður Katrínar um stóru tíðindin: „Ég get ekki talað við þig, ég er í röðinni á Dominos“ „Dagurinn í gær fór um margt öðruvísi en ég ætlaði mér og kenndi mér að mikilvægi hlutanna er afstætt,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, á Facebook en hún hefur verið boðuð á fund Guðna Th., forseta Íslands, í dag. 16. nóvember 2016 10:00