Deilur innan teymis Trump Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2016 11:00 Jared Kushner, ásamt eiginkonu sinni Ivönku og Tiffany Trump. Vísir/AFP Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gripið til Twitter til að verjast frásögnum um deilur, rifrildi og uppsagnir innan teymis síns. Tveimur reynslumiklum embættismönnum var sagt upp og Mike Pence, varaforseti Trump, hefur tekið yfir teyminu af Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey. Umrætt teymi vinnur að því að skipa í um 4000 stöður sem forsetinn verðandi þarf að fylla í Washington og hjálpa til við að skipuleggja forsetaskiptin í janúar.Samkvæmt heimildum CNN hefur Jared Kushner, tengdasonur Trump, valdið usla meðal starfsmanna Trump. Hann er sagður vinna hörðum höndum að því að koma öllum þeim sem tengjast Christie úr teyminu. Pence sé að koma eigin fólki fyrir í staðinn. Christie var aðalsaksóknari New Jersey þegar faðir Kushner var fangelsaður fyrir skattsvik, ólöglegan fjárstuðning við stjórnmálaöfl og fyrir að hafa áhrif á vitni árið 2004. Meðal þeirra sem hafa yfirgefið teymið er fyrrum þingmaðurinn Mike Rogers, en hann var yfir þjóðaröryggisdeild Trump. Fregnir hafa borist af því að ástæða þess að hann hafi verið rekinn sé að hann hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Hillary Clinton þegar hún var til rannsóknar af þinginu. Sjálfur segir Trump að ferlið sé mjög skipulagt og að hann sé sá eini sem viti hverjir muni fylla æðstu stöðurnar í ríkisstjórn sinni.Very organized process taking place as I decide on Cabinet and many other positions. I am the only one who knows who the finalists are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2016 Samkvæmt Reuters er Kushner einn helsti ráðgjafi Trump og er hann sagður hafa verið ómissanlegur í kosningabaráttunni. Lög Bandaríkjanna koma í veg fyrir að forseti geti ráðið fjölskyldumeðlimi til starfa í ríkisstjórn, en Kushner er þó talinn muna starfa náið með forsetanum verðandi. Reuters segir einnig frá því að breytingunum í teymi Trump sé mögulega ætlað til að bola innherjum Washington frá en Trump lofaði því í kosningabaráttu sinni að draga úr spillingu í Washington og draga úr völdum þrýstihópa. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að vinna með þrýstihópum og öðrum innherjum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gripið til Twitter til að verjast frásögnum um deilur, rifrildi og uppsagnir innan teymis síns. Tveimur reynslumiklum embættismönnum var sagt upp og Mike Pence, varaforseti Trump, hefur tekið yfir teyminu af Chris Christie, ríkisstjóra New Jersey. Umrætt teymi vinnur að því að skipa í um 4000 stöður sem forsetinn verðandi þarf að fylla í Washington og hjálpa til við að skipuleggja forsetaskiptin í janúar.Samkvæmt heimildum CNN hefur Jared Kushner, tengdasonur Trump, valdið usla meðal starfsmanna Trump. Hann er sagður vinna hörðum höndum að því að koma öllum þeim sem tengjast Christie úr teyminu. Pence sé að koma eigin fólki fyrir í staðinn. Christie var aðalsaksóknari New Jersey þegar faðir Kushner var fangelsaður fyrir skattsvik, ólöglegan fjárstuðning við stjórnmálaöfl og fyrir að hafa áhrif á vitni árið 2004. Meðal þeirra sem hafa yfirgefið teymið er fyrrum þingmaðurinn Mike Rogers, en hann var yfir þjóðaröryggisdeild Trump. Fregnir hafa borist af því að ástæða þess að hann hafi verið rekinn sé að hann hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Hillary Clinton þegar hún var til rannsóknar af þinginu. Sjálfur segir Trump að ferlið sé mjög skipulagt og að hann sé sá eini sem viti hverjir muni fylla æðstu stöðurnar í ríkisstjórn sinni.Very organized process taking place as I decide on Cabinet and many other positions. I am the only one who knows who the finalists are!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2016 Samkvæmt Reuters er Kushner einn helsti ráðgjafi Trump og er hann sagður hafa verið ómissanlegur í kosningabaráttunni. Lög Bandaríkjanna koma í veg fyrir að forseti geti ráðið fjölskyldumeðlimi til starfa í ríkisstjórn, en Kushner er þó talinn muna starfa náið með forsetanum verðandi. Reuters segir einnig frá því að breytingunum í teymi Trump sé mögulega ætlað til að bola innherjum Washington frá en Trump lofaði því í kosningabaráttu sinni að draga úr spillingu í Washington og draga úr völdum þrýstihópa. Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir að vinna með þrýstihópum og öðrum innherjum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira