Bjarni eftir fundinn með forseta: Ekki með viðmælendur til að mynda meirihlutastjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 17:48 Bjarni á Bessastöðum í dag. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, mætti til fundar við forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastöðum klukkan 17 í dag í kjölfar þess að Bjarni sleit stjórnarviðræðum við Bjarta framtíð og Viðreisn. Bjarni ræddi við fjölmiðlamenn eftir fundinn með forseta. Hann sagði að hann hefði greint forsetanum frá því að slitnað hefði upp úr viðræðunum. „Mér leist þannig á miðað við þau málefni sem enn voru uppi og þennan tæpa meirihluta að þetta væri ekki ríkisstjórn sem ég teldi á vetur setjandi sem var þarna í burðarliðnum,“ sagði Bjarni. Hann sagði ekki gott að segja hvað gerist næst. „Það má að vissu leyti segja að næstu skref séu í höndum forsetans.“„Staðan er í uppnámi“ Aðspurður hvort hann væri enn með stjórnarmyndunarumboðið sagði Bjarni: „Ja, þar til annar fær það má kannski halda því fram. Ég er ekki með viðmælendur í augnablikinu til að mynda meirihlutastjórn þannig að af því leiðir að staðan er í uppnámi.“ Bjarni sagði að það yrði að koma í ljós hvort að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, myndi vilja ræða við hann um myndun ríkisstjórnar. Hann staðfesti að hann hefði rætt við Katrínu í dag en fór ekki nánar út í hvað þeim fór á milli. Bjarni kvaðst einnig hafa rætt við Sigurð Inga Jóhannsson, forsætisráðherra, en þeir voru á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá sagði Bjarni að það kunni vel að vera að forsetinn veiti öðrum umboðið til stjórnarmyndunar. Aðspurður sagði hann það jafnframt vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn. „Mér finnst of mikið af kreddum í umræðunni og menn of fastir í skotgröfum og ekki tilbúnir að sýna sveigjanleika.“ Bjarni sagði það einnig nokkuð mótsagnakennt að svo erfiðlega gangi að mynda ríkisstjórn, sérstaklega þegar staðan hér á landi er eins góð og nú, og vísaði hann til efnahagslegra aðstæðna.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59