Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 16:43 Sjálfstæðismenn horfa nú vonglöðum augum til Katrínar og hafa ekki gefið upp alla von um að takist að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30
Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55