Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 16:43 Sjálfstæðismenn horfa nú vonglöðum augum til Katrínar og hafa ekki gefið upp alla von um að takist að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30
Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55