Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 15:55 Píratarnir Einar Brynjólfsson, Birgitta Jónsdóttir og Smári McCarthy. vísir/vilhelm Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir að henni finnist eðlilegast að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skili umboði sínu til stjórnarmyndunar og að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fái umboðið frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Bjarni sleit í dag stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, en tvær vikur eru síðan Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboðið. „Mér finnst liggja í hlutarins eðli að Bjarni skili umboðinu og að Katrín fái að spreyta sig. Nú er kominn 15. nóvember, Bjarni er búinn að vera með þetta umboð og hefur rætt við þá flokka sem hann telur sig geta náð saman við þannig að mér sýnist þetta nú vera fullreynt,“ segir Birgitta í samtali við Vísi og bendir á að bæði Píratar og Vinstri græn hafi talað skýrt varðandi það að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá segir Birgitta að Píratar hafi aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en þau buðust til þess að styðja við minnihlutastjórn þriggja flokka eftir að þau funduðu með forseta Íslands skömmu eftir kosningar. „Við höfum aldrei hafnað því að taka þátt í fimm flokka stjórn en bara buðum þetta til að leysa þann hnút sem Viðreisn setti fram. Við höfum aldrei útilokað að vera aðilar að ríkisstjórn og heldur vorum við bara að bjóða upp á leið til að þessi fyrrverandi Panama-ríkisstjórn kæmist ekki aftur til valda,“ segir Birgitta. Bjarni heldur til fundar við forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag en hvort hann skili þá stjórnarmyndunarumboðinu liggur ekki fyrir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59