Stytt kjörtímabil forsenda breytinga Hjörtur Hjartarson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 „Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Hjörtur Hjartarson Mest lesið Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Sjá meira
„Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar