Stytt kjörtímabil forsenda breytinga Hjörtur Hjartarson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 „Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Hjörtur Hjartarson Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
„Við skuldbindum okkur hér með til þess að gera stjórnarskrárumbætur, sem grundvallast á drögum stjórnlagaráðs, að forgangsmáli á nýju þingi.“ Allir stjórnarandstöðuflokkarnir sem Píratar hóuðu saman nú fyrir kosningar hafa gefið kjósendum þetta fyrirheit. Þá hljóta þeir að reikna með stuttu kjörtímabili eins og Píratar hafa lagt til. Ástæðan er tvíþætt: Í fyrsta lagi kveður stjórnarskráin frá 1944 á um að rjúfa skuli þing um leið og breytingar á stjórnarskrá eru samþykktar. Í öðru lagi er óraunhæft, og mikið óráð, að ætla að geyma fram til loka kjörtímabils að samþykkja nýja stjórnarskrá. Það væri að spila upp í hendurnar andstæðingum breytinga og gefa þeim óverðskuldað færi á að grafa áfram undan nýju stjórnarskránni og einnig stjórnarsamstarfinu. Allt kjörtímabilið myndi einkennast af ósvífinni stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna þessa eina máls. Þeir myndu ólmast gegn öllum málum eins og þeim væri borgað fyrir það. Við vitum það af biturri reynslu. Jafnframt því að setja nýja stjórnarskrá á oddinn þarf að hefja af krafti umbótastarf á öðrum sviðum, svo sem í heilbrigðiskerfinu og almannatryggingakerfinu. Þeim breytingum yrði síðan haldið áfram eftir að ríkisstjórn umbótaflokkanna hefði endurnýjað umboð sitt og ný stjórnarskrá tekið gildi. Flokkar sem ná þessu stórmáli í gegn þurfa ekki að óttast kjósendur. Auk þess er ný stjórnarskrá forsenda og upphafsstef lífsnauðsynlegra umbóta. Ef andstæðingum nýju stjórnarskrárinnar tekst enn að koma í veg fyrir að vilji kjósenda sé virtur, þá er það ekki aðeins þungt áfall fyrir lýðræði í landinu heldur yrði öllum umbótum í þágu almennings kippt til baka á augabragði um leið og tækifæri gæfist. Það vitum við líka af biturri reynslu. Stjórnarskrá í samræmi við vilja kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 lá fyrir fullbúin af hálfu Alþingis undir lok síðasta kjörtímabils. Alþingi þarf aðeins að ganga frá nýrri og rækilegri greinargerð með frumvarpinu. Síðan að samþykkja frumvarpið og rjúfa þing og boða til kosninga. Um leið mætti gera ráðstafanir til að hefja endurskoðunarferli strax. En frekara fikt stjórnmálaflokkanna í stjórnarskrá fólksins, eins og gerðist á yfirstandandi kjörtímabili, er fullreynt, og það fyrir löngu. Varla þarf að óttast að lagt verði út í þá ófæru enn einu sinni. Forsenda varanlegra breytinga og umbóta er sú að umbótaflokkarnir hangi ekki skilyrðislaust á nýfengnum völdum eftir komandi kosningar heldur sýni hugrekki og stjórnvisku. Það munu kjósendur kunna að meta. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun