Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 15:13 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er vonsvikinn með niðurstöðu mála. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59