Óttarr segist skilja að fólki sé heitt í hamsi Jakob Bjarnar skrifar 14. nóvember 2016 12:41 Óttarr hefur ekki tekið fúkyrðaflauminn inn á sig. "Eftir að hafa verið listamaður á Íslandi kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“ visir/ernir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn mjakast. Nú sé verið að vinna í að kafa dýpra í helstu málaflokka og þessi mál sem vitað var fyrirfram að væri dálítið á milli manna með. „Sú vinna hefur gengið ágætlega en hún er enn í gangi,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Óttarr hefur mátt sæta svikabrigslum og verið atyrtur ótæpilega á samfélagsmiðlum alla helgina af þeim sem eru afar ósáttir við það að Björt framtíð gangi gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um helgina. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sá ástæðu til að rísa Óttari til varnar.Óttarr ekki tekið fúkyrðin inná sig Þetta hefur vitanlega ekki farið fram hjá Óttari. „Það hefur verið mikil ástríða og harðar meiningar, ekki bara gagnrýni heldur líka stuðningur, ég verð bara að lýsa yfir skilningi á því. Það sýnir helst að þessi verkefni sem maður er að vasast í skipta fólk máli og þau eru mikilvæg. En, það er ákveðinn kjarni í hugmyndafræði Bjartrar framtíðar að við viljum bæta pólitíkina og auka samtal um pólitík. Við höfum alltaf talað skýrt um að við viljum samtal og því ábyrgðarhluti að taka þátt í því frekar en að neita okkur um það. Við höfum talað skýrt um það alveg frá því fyrir kosningar og alveg eftir að umræður um mögulega þátttöku okkar í stjórnarsamstarfi, að við gerum það skýrt út frá okkar prinsippum og áherslum í pólitík. Það að taka þátt í samtali þýðir ekki sjálfkrafa að við séum að slá af því,“ segir Óttarr. Óttarr segir spurður ekki hafa tekið þetta inná sig. „Nei, ég hef að mörgu leyti skilning á því að fólki sé heitt í hamsi. Ég hef líka séð að þetta er ekki allt á eina bókina lært, gagnrýni en einnig stuðningur við það sem við erum að gera. Eftir að hafa verið listamaður á Íslandi kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“Ýmsir innan Bjartrar framtíðar skeptískir Ekki er það aðeins svo að gagnrýni komi utan frá, hún kemur einnig innan frá. „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Óttarr segir það rétt, Páll Valur hafi verið skeptískur á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Og það er alveg ljóst að það eru fleiri sem hafa áhyggjur af því innan flokksins. Við erum á nýjum stað og höfum auðvitað verið í virkri og sterkri stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og fráfarandi ríkisstjórn allt þetta kjörtímabil. Þannig að ljóst er að það þarf að vera skýrt hvaða áherslur væru í mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og skiljanlegt að ekki hafi allir jafn mikla trú á að það geti náðst góð lending.“Vðiræðurnar hafa gengið vel og nú fer að sjá fyrir enda þeirra. Enn ber þó ýmsilegt á milli.visir/ngyTímaramminn sem leiðtogar þessara þriggja flokka gáfu sér var fremur þröngur. „Við höfum talað um að við þyrftum að vera nokkuð skýr með það hvort við teldum að þetta myndi geta gengið saman núna uppúr helginni eins og það var orðað. Það er nú eiginlega farið að banka í þau tímamörk. Í dag eða næstu daga þarf að vera ljóst hvort að við trúum á þetta. Fer að styttast í að þetta verði ljóst en ekki alveg komið þangað.“Viðræðurnar gengið vel en enn ber talsvert á milli Óttarr segir fundadagskrá sé ekki niður negld, helgin hafi farið mikið til í samtal milli flokka og nú í dag sé meira verið að ræða innan flokkanna. „Þannig er það alla veganna hjá okkur og ég held að það sé þannig hjá hinum flokkunum einnig. Viðræðurnar hafa gengið vel að sögn Óttars, að mörgu leyti, en það eru ákveðin grundvallaratriði sem ekki er búið að leysa en skýr munur er á afstöðu flokkanna í Evrópumálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og afstöðu gagnvart stjórnarskrá. En svo eru stóru mikilvægu málin eins og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og innviðir, sem menn eru ekki endilega ósammála um en þurfa að finna heilbrigða lendingu í.“ Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn mjakast. Nú sé verið að vinna í að kafa dýpra í helstu málaflokka og þessi mál sem vitað var fyrirfram að væri dálítið á milli manna með. „Sú vinna hefur gengið ágætlega en hún er enn í gangi,“ segir Óttarr í samtali við Vísi. Óttarr hefur mátt sæta svikabrigslum og verið atyrtur ótæpilega á samfélagsmiðlum alla helgina af þeim sem eru afar ósáttir við það að Björt framtíð gangi gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn um helgina. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sá ástæðu til að rísa Óttari til varnar.Óttarr ekki tekið fúkyrðin inná sig Þetta hefur vitanlega ekki farið fram hjá Óttari. „Það hefur verið mikil ástríða og harðar meiningar, ekki bara gagnrýni heldur líka stuðningur, ég verð bara að lýsa yfir skilningi á því. Það sýnir helst að þessi verkefni sem maður er að vasast í skipta fólk máli og þau eru mikilvæg. En, það er ákveðinn kjarni í hugmyndafræði Bjartrar framtíðar að við viljum bæta pólitíkina og auka samtal um pólitík. Við höfum alltaf talað skýrt um að við viljum samtal og því ábyrgðarhluti að taka þátt í því frekar en að neita okkur um það. Við höfum talað skýrt um það alveg frá því fyrir kosningar og alveg eftir að umræður um mögulega þátttöku okkar í stjórnarsamstarfi, að við gerum það skýrt út frá okkar prinsippum og áherslum í pólitík. Það að taka þátt í samtali þýðir ekki sjálfkrafa að við séum að slá af því,“ segir Óttarr. Óttarr segir spurður ekki hafa tekið þetta inná sig. „Nei, ég hef að mörgu leyti skilning á því að fólki sé heitt í hamsi. Ég hef líka séð að þetta er ekki allt á eina bókina lært, gagnrýni en einnig stuðningur við það sem við erum að gera. Eftir að hafa verið listamaður á Íslandi kallar maður ekki allt ömmu sína í þeim efnum.“Ýmsir innan Bjartrar framtíðar skeptískir Ekki er það aðeins svo að gagnrýni komi utan frá, hún kemur einnig innan frá. „Ég tel að við eigum enga samleið,“ segir Páll Valur Björnsson, stjórnarmaður í Bjartri framtíð og fyrrverandi alþingismaður. Óttarr segir það rétt, Páll Valur hafi verið skeptískur á samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. „Og það er alveg ljóst að það eru fleiri sem hafa áhyggjur af því innan flokksins. Við erum á nýjum stað og höfum auðvitað verið í virkri og sterkri stjórnarandstöðu við Sjálfstæðisflokkinn og fráfarandi ríkisstjórn allt þetta kjörtímabil. Þannig að ljóst er að það þarf að vera skýrt hvaða áherslur væru í mögulegu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Og skiljanlegt að ekki hafi allir jafn mikla trú á að það geti náðst góð lending.“Vðiræðurnar hafa gengið vel og nú fer að sjá fyrir enda þeirra. Enn ber þó ýmsilegt á milli.visir/ngyTímaramminn sem leiðtogar þessara þriggja flokka gáfu sér var fremur þröngur. „Við höfum talað um að við þyrftum að vera nokkuð skýr með það hvort við teldum að þetta myndi geta gengið saman núna uppúr helginni eins og það var orðað. Það er nú eiginlega farið að banka í þau tímamörk. Í dag eða næstu daga þarf að vera ljóst hvort að við trúum á þetta. Fer að styttast í að þetta verði ljóst en ekki alveg komið þangað.“Viðræðurnar gengið vel en enn ber talsvert á milli Óttarr segir fundadagskrá sé ekki niður negld, helgin hafi farið mikið til í samtal milli flokka og nú í dag sé meira verið að ræða innan flokkanna. „Þannig er það alla veganna hjá okkur og ég held að það sé þannig hjá hinum flokkunum einnig. Viðræðurnar hafa gengið vel að sögn Óttars, að mörgu leyti, en það eru ákveðin grundvallaratriði sem ekki er búið að leysa en skýr munur er á afstöðu flokkanna í Evrópumálum, sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum og afstöðu gagnvart stjórnarskrá. En svo eru stóru mikilvægu málin eins og heilbrigðiskerfi, menntakerfi og innviðir, sem menn eru ekki endilega ósammála um en þurfa að finna heilbrigða lendingu í.“
Kosningar 2016 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira