Trump réttir sáttarhönd og sendir fingurinn með hinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 12:30 Stephen Bannon, Donald Trump og Reince Preibus. Vísir/GEttY Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnti fyrstu skipanir í ríkisstjórn sína. Hann starfsmannastjóri Hvíta hússins verður Reince Priebus, formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins, og Stephen Bannon verður einn af helstu ráðgjöfum hans og mun hann stýra stefnumótun ríkisstjórnarinnar. Með skipun Priebus er Trump að rétta forystu Repúblikanaflokksins sáttarhönd, en Trump og kosningateymi hans hafa átt í deilum við forystuna og hóp þingmanna flokksins í kosningabaráttunni. Hins vegar mun skipun Bannon falla í grýttan jarðveg meðal flokksmanna.Stephen Bannon var fréttastjóri Breitbart vefsíðunnar sem er orðin helsti vettvangur „hins-hægrins“ svokallaða (e. alt-right). Bannon hefur margsinnis og um langt skeið veist að forystu Repúblikanaflokksins og þá sérstaklega Paul Ryan, forseta þingsins, og leiðtoga flokksins.Trump sagði að Priebus og Bannon myndu í raun starfa sem „jafnir félagar“ en starfsmannastjóri Hvíta hússins hefur yfirleitt verið einn æðsti starfsmaður Hvíta hússins. Starfsmannastjórinn þarf, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ákveða hvaða ákvarðanir forsetinn þarf að taka og tengja saman stofnanir ríkisins og ráðherra. Með ákvörðun sinni gæti Trump hafa skapað tvær valdamiðjur innan Hvíta hússins og óvissu meðal starfsmanna. Til marks um viðhorf Paul Ryan til ákvörðunarinnar má ef til vill líta til tísts hans þar sem hann óskar Priebus til hamingju, án þess að nefna Bannon.I'm very proud and excited for my friend @Reince. Congrats!— Paul Ryan (@SpeakerRyan) November 13, 2016 Ryan sagði CNN að hann þekkti Stephen Bannon ekki, en hann treysti dómgreind Donald Trump. Priebus, sem er 44 ára gamall, er með stuðning stórs hluta flokksins. Hann táknar í raun hin hefðbundna gang stjórnmálanna á meðan Bannon, 62, táknar þá utanaðkomandi fylkingu popúlista sem tryggðu Trump sigurinn í kosningunum. Þingmenn beggja flokka á þinginu hafa gagnrýnt ráðningu Bannon sem og samtök gyðinga, en „hitt-hægrið“ hefur lengi verið tengt við rasisma og þjóðernishyggju hvítra. Hins vegar gætu ráðningarnar komið Trump vel þar sem Priebus gæti hjálpað forsetanum verðandi í samskiptum hans við báðar deildir þingsins og að koma lagasetningu þar í gegn. Bannon, sem hjálpaði Trump við að móta skilaboð sín til kjósenda, gæti hjálpað honum að halda tengslum við stuðningsmenn sína sem búast við breytingum í Washington.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira