Strákarnir misstu af gullnu tækifæri í Króatíu Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 14. nóvember 2016 06:00 Íslensku miðverðirnir Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason í skallabaráttu við Króatann Domagoj Vida. Vísir/AFP Leikmenn íslenska liðsins gengu svekktir af velli á Maksimir-vellinum í Zagreb um helgina. Það líka skiljanlega því Króatarnir gáfu færi á sér. Það var svo sannarlega tækifæri til þess að leggja þetta frábæra lið á heimavelli eða að minnsta kosti næla í stig. Strákarnir mættu gríðarlega einbeittir til leiks. Gylfi Þór kominn í fremstu víglínu og var fljótur að koma sér í færi. Heimir þjálfari hefði klárlega viljað nota Gylfa frekar á miðjunni en miðað við meiðslastöðu framherja taldi hann þetta vera besta kostinn og Gylfi hefur skilað þessu hlutverki vel af sér áður.Okkar menn á fullu gasi Völlurinn var tómur og þetta stemningsleysi virtist ekki hafa góð áhrif á Króatana. Þeir virkuðu afar orku- og áhugalausir framan af á meðan okkar menn voru á fullu gasi. Það var því mjög svekkjandi að Króatarnir skyldu komast yfir á 15. mínútu með góðu skoti Brozovic. Eins og Hannes sagði sjálfur hefði hann hugsanlega getað varið þetta skot á sínum besta degi en það er hæpið að ætla að kenna honum um markið. Einu sinni oftar sýndi þetta magnaða lið okkar flottan karakter og hélt áfram að sækja þrátt fyrir áfallið. Baráttan var öll Íslandsmegin. Strákarnir unnu flest einvígin og voru skör framar í nánast öllu nema að skora. Þegar blásið var til leikhlés voru Króatar marki yfir. Svekkjandi staða miðað við hvað fyrri hálfleikur var vel leikinn af íslenska liðinu. Er leikmenn gengu til búningsherbergja sáum við fáu hræðurnar í stúkunni hvað væri að fara að gerast í síðari hálfleik. Hinn magnaði miðjumaður Króata, Luka Modric, var að fara að koma inn á. Sá var fljótur að láta til sín taka og með hann innaborðs tóku heimamenn yfir leikinn.Birkir Bjarnason í baráttu um boltann við Króatann Ivan Rakitic sem er leikmaður Barcelona.Vísir/AFPHelmingi betri með Modric Þetta króatíska lið er frábært en það er helmingi betra með Modric innanborðs. Hann er slíkur lúxusleikmaður. Það leka hreinlega af honum gæðin. Það var því á brattann að sækja en þó svo lítið hafi verið að gerast í sóknarleiknum héldu strákarnir áfram að berjast en þeir voru aðallega í því að elta Króatana. Ísland var þó að fá aukaspyrnur, horn og innköst sem oftar en ekki hefur tekist að nýta en sú var ekki raunin nú. Í lok leiksins fór íslenska liðið eðlilega að taka meiri áhættur og það endaði með því að Brozovic refsaði íslenska liðinu með öðru marki Króata og jarðaði leikinn. Svekkjandi niðurstaða þar sem Króatarnir gáfu höggstað á sér að þessu sinni. Liðið er aftur á móti það gott að til þess að geta lagt þetta frábæra lið að velli á miðlungsdegi þarf lið eins og Ísland að vera með allt sitt í lagi. Það var því miður ekki alveg þannig. Það vantaði einfaldlega ákveðin gæði fram á við. Menn sem geta stigið upp og skorað.Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á Maksimir-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/AFPMunar um gæðaleikmenn Ef Kolbeinn eða Alfreð hefðu spilað með liðinu í þessum leik hef ég trú á því að íslenska liðið hefði skorað. Tala ekki um ef þeir hefðu haft Gylfa fyrir aftan sig. Ef og hefði vissulega en það munar auðvitað um þessa gæðaleikmenn. Samvinna Arons Einars og Birkis Bjarnasonar á miðjunni olli nokkrum vonbrigðum en þeir náðu alls ekki eins vel saman og maður hafði haldið. Aron Einar drjúgur að mörgu leyti, líkt og hann er vanur, en Birkir var fjarri sínu besta að þessu sinni, því miður. Það hjálpaði heldur ekki til að bakverðirnir Birkir Már og Hörður Björgvin voru ákaflega ósannfærandi og færðu liðinu lítið að þessu sinni. Hópurinn er vissulega að breikka hjá landsliðinu en við sjáum í svona leikjum að það er einfaldlega oft á tíðum of mikill gæðamunur á þeim sem eru að koma inn og þeim sem eru fastagestir að sæti í liðinu.Merki um skref fram á við Strákarnir vissu sem er að þeir misstu af gullnu tækifæri í þessum leik til þess að ná sögulegum árangri gegn Króatíu. En þrátt fyrir skakkaföllin voru þeir nálægt því og það er enn eitt merkið um að þetta lið sé sífellt að taka skref fram á við. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Sjá meira
Leikmenn íslenska liðsins gengu svekktir af velli á Maksimir-vellinum í Zagreb um helgina. Það líka skiljanlega því Króatarnir gáfu færi á sér. Það var svo sannarlega tækifæri til þess að leggja þetta frábæra lið á heimavelli eða að minnsta kosti næla í stig. Strákarnir mættu gríðarlega einbeittir til leiks. Gylfi Þór kominn í fremstu víglínu og var fljótur að koma sér í færi. Heimir þjálfari hefði klárlega viljað nota Gylfa frekar á miðjunni en miðað við meiðslastöðu framherja taldi hann þetta vera besta kostinn og Gylfi hefur skilað þessu hlutverki vel af sér áður.Okkar menn á fullu gasi Völlurinn var tómur og þetta stemningsleysi virtist ekki hafa góð áhrif á Króatana. Þeir virkuðu afar orku- og áhugalausir framan af á meðan okkar menn voru á fullu gasi. Það var því mjög svekkjandi að Króatarnir skyldu komast yfir á 15. mínútu með góðu skoti Brozovic. Eins og Hannes sagði sjálfur hefði hann hugsanlega getað varið þetta skot á sínum besta degi en það er hæpið að ætla að kenna honum um markið. Einu sinni oftar sýndi þetta magnaða lið okkar flottan karakter og hélt áfram að sækja þrátt fyrir áfallið. Baráttan var öll Íslandsmegin. Strákarnir unnu flest einvígin og voru skör framar í nánast öllu nema að skora. Þegar blásið var til leikhlés voru Króatar marki yfir. Svekkjandi staða miðað við hvað fyrri hálfleikur var vel leikinn af íslenska liðinu. Er leikmenn gengu til búningsherbergja sáum við fáu hræðurnar í stúkunni hvað væri að fara að gerast í síðari hálfleik. Hinn magnaði miðjumaður Króata, Luka Modric, var að fara að koma inn á. Sá var fljótur að láta til sín taka og með hann innaborðs tóku heimamenn yfir leikinn.Birkir Bjarnason í baráttu um boltann við Króatann Ivan Rakitic sem er leikmaður Barcelona.Vísir/AFPHelmingi betri með Modric Þetta króatíska lið er frábært en það er helmingi betra með Modric innanborðs. Hann er slíkur lúxusleikmaður. Það leka hreinlega af honum gæðin. Það var því á brattann að sækja en þó svo lítið hafi verið að gerast í sóknarleiknum héldu strákarnir áfram að berjast en þeir voru aðallega í því að elta Króatana. Ísland var þó að fá aukaspyrnur, horn og innköst sem oftar en ekki hefur tekist að nýta en sú var ekki raunin nú. Í lok leiksins fór íslenska liðið eðlilega að taka meiri áhættur og það endaði með því að Brozovic refsaði íslenska liðinu með öðru marki Króata og jarðaði leikinn. Svekkjandi niðurstaða þar sem Króatarnir gáfu höggstað á sér að þessu sinni. Liðið er aftur á móti það gott að til þess að geta lagt þetta frábæra lið að velli á miðlungsdegi þarf lið eins og Ísland að vera með allt sitt í lagi. Það var því miður ekki alveg þannig. Það vantaði einfaldlega ákveðin gæði fram á við. Menn sem geta stigið upp og skorað.Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum á Maksimir-leikvanginum á laugardaginn.Vísir/AFPMunar um gæðaleikmenn Ef Kolbeinn eða Alfreð hefðu spilað með liðinu í þessum leik hef ég trú á því að íslenska liðið hefði skorað. Tala ekki um ef þeir hefðu haft Gylfa fyrir aftan sig. Ef og hefði vissulega en það munar auðvitað um þessa gæðaleikmenn. Samvinna Arons Einars og Birkis Bjarnasonar á miðjunni olli nokkrum vonbrigðum en þeir náðu alls ekki eins vel saman og maður hafði haldið. Aron Einar drjúgur að mörgu leyti, líkt og hann er vanur, en Birkir var fjarri sínu besta að þessu sinni, því miður. Það hjálpaði heldur ekki til að bakverðirnir Birkir Már og Hörður Björgvin voru ákaflega ósannfærandi og færðu liðinu lítið að þessu sinni. Hópurinn er vissulega að breikka hjá landsliðinu en við sjáum í svona leikjum að það er einfaldlega oft á tíðum of mikill gæðamunur á þeim sem eru að koma inn og þeim sem eru fastagestir að sæti í liðinu.Merki um skref fram á við Strákarnir vissu sem er að þeir misstu af gullnu tækifæri í þessum leik til þess að ná sögulegum árangri gegn Króatíu. En þrátt fyrir skakkaföllin voru þeir nálægt því og það er enn eitt merkið um að þetta lið sé sífellt að taka skref fram á við.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf Metár hjá David Beckham Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Fleiri fréttir Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Sjá meira