Heimakær Trump tregur til að flytja í Hvíta húsið nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2016 16:53 Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, er ekki ýkja áhugasamur um að flytja í Hvíta húsið þegar hann tekur við embætti í janúar. Samkvæmt The New York Times hefur hann spurt ráðgjafa sína hversu miklum tíma hann komi til með að þurfa að eyða í Hvíta húsinu en hann vill heldur verja tíma sínum á heimili sínu í New York. Hvíta húsið er sem kunnugt er bústaður forseta Bandaríkjanna og er hefð fyrir því að Bandaríkjaforsetar bæði búi þar og starfi. Húsið var gert að forsetabústað árið 1800 en fyrsti forsetinn sem þar bjó var John Adams. Forsetar fyrri ára hafa þó lagt í vana sinn að yfirgefa Hvíta húsið í fríum sínum. Til dæmis varði George W. Bush fríum sínum í Nýja Englandi í norðausturhluta Bandaríkjanna á meðan Obama fór í golfferðir. Trump virðist þó vera að íhuga hvort hann gæti dvalið í Hvíta húsinu á virkum dögum en flogið svo „heim“ til New York í svítu sína í Trump- turninum sem stendur við fimmtu breiðgötu þar í borg. Trump sagði í samtali við New York Times að meðan á kosningabaráttunni stóð hafi hann iðulega flogið heim til New York svo hann gæti vaknað í eigin rúmi. Hann sagði að hann myndi helst vilja eyða sem mestum tíma í New York í forsetatíð sinni en hann vill einnig fá tækifæri til þess að heimsækja golfvöll sinn í New Jersey og annað heimili sitt í Flórída. Í grein New York times segir að Trump sé vanafastur, hann vakni klukkan fimm á hverjum morgni og les helstu dagblöðin. Hann hefur búið í Trump-turninum síðastliðin þrjátíu ár en íbúð hans á efstu hæð turnsins er að miklu leyti marmaralögð og skrýdd 24 karata gulli.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira