Clinton kennir yfirmanni FBI um ósigurinn Birgir Olgeirsson skrifar 12. nóvember 2016 21:44 Hillary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að úrslit forsetakosninganna voru ljós. Vísir/Getty Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Hillary Clinton kennir James Comey, yfirmann bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um ósigur sinn í forsetakosningunum í Bandaríkjunum.Frá þessu er greint á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er haft eftir Clinton að tilkynning Comey um að hefja að nýju rannsókn á tölvupóstnotkun Clinton á meðan hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði stöðvað þann skrið sem framboð hennar var komið á. BBC segir Clinton hafa sagt þetta við helstu styrktaraðila framboðs hennar í gegnum síma en því símtali hafi verið lekið í fjölmiðla. Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Barack Obama frá 2009 til 2013 en Comey tilkynnti bandaríska þinginu 28. október síðastliðinn, eða ellefu dögum fyrir forsetakosningarnar, að bandaríska alríkislögreglan ætlaði að rannsaka tölvupósta Clinton sem var nýverið lekið. Með því tók bandaríska alríkislögreglan rannsókn málsins upp á ný eftir að hafa lokið henni í júlí síðastliðnum. Sunnudaginn 6. nóvember, tveimur dögum fyrir kosningarnar, tilkynnti Comey að FBI hefði aftur komist að sömu niðurstöðu og í júlí síðastliðnum, að ekki ætti að ákæra Clinton. „Það eru margar ástæður fyrir því að kosningar á borð við þessar eru ekki árangursríkar,“ sagði Clinton við styrktaraðila sína. Bætti Clinton við að hún teldi að ummæli Comey, þess efnis að hún ætti ekki að sæta ákæru, hefði eflt stuðningsmenn Donald Trump, nýkjörins forseta Bandaríkjanna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00 Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14 Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
FBI dregið inn í hringiðu stjórnmála Stofnunin sem hefur um árabil haldið sér utan stjórnmála í Bandaríkjunum hefur valdið miklum usla. 7. nóvember 2016 12:00
Trump neitar að samþykkja niðurstöðu FBI "Það er ekki hægt að skoða 650 þúsund tölvupósta á átta dögum.“ 7. nóvember 2016 08:14
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03