Þessir gæjar kunna að refsa Henry Birgir Gunnarsson í Zagreb skrifar 12. nóvember 2016 07:00 „Það eru blendnar tilfinningar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þremur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendipunktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik.Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrirliðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðugleika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmtilegri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorfendum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum.Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðningsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“ Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira
„Það eru blendnar tilfinningar að koma hingað. Ég fór inn í búningsklefann áðan og þá komu minningarnar allar til baka. Menn voru mjög niðurlútir hér fyrir þremur árum,“ segir landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland spilar á Maksimir-vellinum síðan liðið tapaði hér 2-0 í umspili um laust sæti á HM. Það voru því miklar tilfinningar í gangi hjá þeim sem spiluðu þann leik er þeir komu þangað aftur. Var vendipunktur fyrir liðið „Þetta eru samt ágætis minningar því þessi leikur var ákveðinn vendipunktur fyrir landsliðið. Við höfum eiginlega ekki litið til baka síðan þá. Menn settu sér skýr markmið og náðu þeim. Kannski var þessi leikur smá spark í rassinn. Vonandi muna menn eftir því þannig. Við eigum harma að hefna en við erum samt ekki í neinum hefndarhug. Þetta er ný keppni og menn eru staðráðnir í því að ná einhverju út úr þessum leik.“ Bæði Ísland og Króatía eru með sjö stig á toppi riðilsins og það er því ansi mikið undir í þessum leik.Allir að stela stigum „Við töluðum um það fyrir þessa undankeppni að hvert stig og hvert mark myndi skipta máli. Þetta er það jafn riðill. Það eru allir að stela stigum hér og þar. Þetta verður hörkuleikur og við verðum að vera á tánum í 90 mínútur því þessir gæjar kunna að refsa. Það er klárt mál og þeir gerðu það við okkur fyrir þrem árum. Þeir eru pottþétt til í að gera það aftur ef þeir fá tækifæri til þess. Við verðum að vera einbeittir og einbeitingin þarf að vera til staðar allan leikinn,“ segir landsliðsfyrirliðinn en hvað þarf að gera til þess að pirra Króatana og brjóta þá niður? „Halda þeim í skefjum. Þetta er mjög einbeitt lið. Það eru ekki margir leikmenn í þessu liði sem missa hausinn. Ef við náum að stríða þeim og halda okkur stöðugleika í vörninni þá fara þeir vonandi aðeins að pirrast. Það er eitthvað sem við gætum þá nýtt okkur. Við þurfum líka að halda boltanum vel og þar getum við enn bætt okkur þó að við höfum gert vel í þeirri deild gegn Tyrkjunum.“Barátta við Modric og Rakitic Aron verður væntanlega í skemmtilegri baráttu á miðjuna við þá Luka Modric og Ivan Rakitic sem spila með Real Madrid og Barcelona. Aron segir að það verði gaman að sparka aðeins í þá. „Maður verður að láta finna fyrir sér. Við komum til með að sýna þeim virðingu en við munum ekki gefa þeim nokkurn skapaðan hlut,“ segir Aron Einar en hann getur ekki látið öskrin í króatískum áhorfendum espa sig upp því það verða engir áhorfendur á leiknum.Verður svolítið spes „Þetta verður svolítið spes. Stundum nýtir maður stemninguna til að lyfta sjálfum sér upp en við verðum að gera það á annan hátt í þessum leik. Það verður að koma innan frá. Menn þurfa að mótívera sjálfan sig eins og þeir geta best. Þetta á að vera kostur fyrir okkur því þeir eru vanir sínum blóðheitu stuðningsmönnum. Vonandi munu þeir sakna þeirra meira en við gerum.“ Þótt það séu óvenju mikil meiðsli í herbúðum íslenska liðsins þá hefur fyrirliðinn engar áhyggjur af því að liðið nái ekki að spila sinn leik. „Ég held við munum ráða vel við þetta. Birkir leysti mig af á miðjunni í síðasta leik og Elmar kom út á kant. Það vita allir í þessum hópi til hvers er ætlast af þeim. Þó að menn spili nýjar stöður þá höfum við farið svo vel yfir taktíkina að menn vita hvað á að gera. Við tæklum þetta vonandi auðveldlega.“
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Fleiri fréttir Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Sjá meira