Evrópumálin verða send Alþingi til úrlausnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2016 20:27 Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38
Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39