Óttast aukna fordóma í kjölfar sigurs Trump Una Sighvatsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 20:04 Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt. Brexit Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Stóra spurningin í Bandaríkjunum núna er hvernig forsetatíð Donald Trump verður. Hann var yfirlýsingaglaður á kjörtímabilinu, en mun hann standa við stóru orðin? Múrinn á landamærum Mexíkó er líklega táknrænasta kosningaloforð Trump en hann hefur líka gefið yfirlýsingar um að loka landinu alfarið fyrir múslímum og elta uppi til að vísa úr landi allt að 11 milljónir ólöglegra innflytjenda. Sömuleiðis hefur Trump heitið því að snúa við dómi hæstaréttar um jafnan rétt til samkynja hjónabands og afnema sérstakar aðgerðir til að vernda hinsegin fólk við mismunun. Allt þetta þýðir að minnihlutahópar í Bandaríkjum hafa raunverulegt tilefni til að óttast um sinn hag, þar til annað kemur í ljós.Yusra er í doktorsnámi í lögum í New York en gaf sér tíma frá bókunum til að ræða við Stöð2.VísirHrædd við breytingar í kjölfar sigurs Trump Stöð2 ræddi við fulltrúa þess minnihlutahópa sem á undir hvað mest högg að sækja núna, unga múslímakonu. Yousra Alsahanqityi er frá Sádi Arabíu en flutti til Bandaríkjanna fyrir fjórum árum, þar sem hún leggur stund á doktorsnám í lögfræði við Fordham háskóla. Hún segist frá fyrsta degi hafa upplifað sig velkomna í bandarísku samfélagi „Í New York er að finna fólk frá öllum heimshornum með ólíkan bakgrunn og frá ólíkum menningarsvæðum. Samt á það svo margt sameiginlegt og er sammála um svo margt. Ég hef aldrei fundið fyrir ótta þegar ég hef búið hér í New York. En ég er hrædd um að þetta muni breytast í kjölfar sigur Donalds Trump.“ Um sjö milljónir Bandaríkjamanna eru múslímar. Trump hefur undanfarna mánuði meðal annars viðrað hugmyndir um að allir múslímar í landinu verði skráðir í gagnagrunn og jafnvel látnir bera sérstök skilríki. Þá lýsti hann því yfir að loka ætti Bandaríkjunum algjörlega fyrir fleiri múslimumDonald Trump var yfirlýsingaglaður í kosningabaráttunni en eftir á að koma í ljós hvort hann stendur við stóru orðin sem forseti Bandaríkjanna.Vísir/AFPHeimild til mismununar Yousra segir að hatursorðræða Trump hafi byrjað að hafa neikvæð áhrif strax í upphafi kosningabaráttunnar „Mér finnst eins og verið sé að gefa heimild til að ala á meiri mismunun, útlendingahræðslu og hatursumræðu í samfélaginu.“ Á samfélagsmiðlum eru þegar teknar að birtast frásagnir um áreitni sem minnihlutahópar verða fyrir í tengslum við sigur Trumps. Það er í samræmi við það sem gerðist í Bretlandi, þar sem tilkynningar um hatursglæpi ruku upp á vikunum eftir Brexit kosningarnar Yousra segir að þær múslímakonur sem velji að ganga með slæðu séu nú varari um sig á almannafæri, af ótta við áreitni. Sjálf segir hún slæðuna sitt val sem komi engum við. „Þetta er milli míns og guðs og ég tel ekki að það komi neinum öðrum í heiminum við hverju ég klæðist og hvernig ég lít út. ´´Eg hef ekki hugleitt þetta mikið en hver veit hvað mun gerast og hvaða breytingar verða. Vonandi þarf ég ekki að taka þessa ákvörðun.“ Hún hefur áhyggjur af breyttri innflytjendastefnu í forsetatíð Trump, en segist sjálf ekkert á leið frá Bandaríkjunum að sinni „Bandaríkin hafa reynst mér mjög vel eftir að ég fluttist hingað. Þótt Trump tali í sífellu um að endurreisa stórveldiðBandaríkin þá hefur þetta land verið og er enn stórkostlegt.
Brexit Donald Trump Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira