Og hvað svo, jafnaðarmenn? Ellert B. Schram skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Ég get ekki brúkað neina tæpitungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþingiskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskorun um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég get ekki brúkað neina tæpitungu, þegar demókratinn Hillary tapar í forsetakjöri Bandaríkjanna, fyrir manni, sem mér finnst ekki boðlegur. Ég get ekki heldur annað gert en krossa yfir leiðið hjá Samfylkingunni, þegar flokkurinn slefar inn rétt rúmum fimm prósentum í alþingiskosningum. Ég get ekki farið fram á að fólk kjósi endilega það sem mér finnst að eigi að kjósa. Ég ræð ekki hvernig fólk kýs. En ég lærði það í fótboltanum í gamla daga, að tap í einum leik, er áskorun um að gera betur í næsta leik. Það er dagur eftir þennan dag. Sumir segja að dagar jafnaðarmannaflokka séu taldir. Ekki bara hér á landi, því sama þróun á sér stað í öðrum evrópskum löndum. Öfgarnar til hægri og vinstri takast á. Miðjan gleymist. Vissulega er baráttan um lífskjör stéttanna og hagsmuni alþýðunnar ekki í sama sviðsljósinu frá því sem áður var. Þú siglir ekki lengur lygnan sjó í miðju stjórnmálanna. Það eru öfgarnar sem ráða, stóru yfirlýsingarnar, peningarnir og völdin. Og miðjuflokkarnir gleymast. Jafnræði, samkennd, réttlæti og kærleiki eru ekki lengur „djúsí“ þegar kemur að kosningum eða fylgi. Sérhagsmunirnir ráð för. Ekki almannaheill, ekki minnimáttar, ekki að gæta bróður míns. Bara mín. Sannleikurinn er samt sá, að í öllum flokkum, er fólk sem skilur þá grundvallarskoðun, að þjóðfélagið er eitt stórt heimili og hver einasti einstaklingur skiptir máli og hann þarf á hjálparhönd að halda, þegar kaupið, launin og bæturnar duga ekki lengur fyrir útgjöldunum. Hann þarf að hafa kerfi, sem grípur aldraða, fatlaða, fátæka og barnmarga. Eða sjúka. Uppbygging samfélagsins verður að taka tillit til allra sem búa við slæman kost, sem dregist hafa aftur úr í kapphlaupinu um að eiga til hnífs og skeiðar. Samfélagið á að vera skjöldurinn og björgunarhringurinn. Þegar lýðræðið varð til, þegar Frakkar gerðu uppreisn gegn konungsvaldinu og yfirstéttinni í lok nítjándu aldar, þá var það í þágu almennings, alþýðunnar og allra þeirra undirsáta, sem ekki höfðu einu sinni mannréttindi.Málstaðurinn enn við lýði Jafnaðarmannaflokkar, hvarvetna í Evrópu og líka Íslandi hafa það markmið og stefnu að berjast fyrir „venjulega fólkinu“, barnafólki, láglaunafólki og minnimáttar. Það er kjölfestan í starfi og stefnu jafnaðarmanna. Að gæta náungans, að rétta hjálparhönd, að gæta jafnréttis og jafnræðis. Kannski hefur Samfylkingin ekki staðið sig nógu vel í þeirri baráttu. Innbyrðis átök, lognmolla út á við, sofandi á verðinum, flokkurinn datt niður og hvarf, milli vinstri og hægri. Í einskis manns landi. Því fór sem fór. En ég er einlægt þeirrar skoðunar að hér á landi sé enn hópur fólks sem trúir á jafnréttið, samkenndina og réttlátt samfélag en vandi þessa hóps er að hann dreifist á marga flokka, Betri framtíð, Viðreisn, Vinstri græna, Pírata og Samfylkingu, og annar hver framsóknarmaður. Líka í Sjálfstæðisflokknum, a.m.k þegar ég var í þeim flokki. Úr því verður engin fylking, hvað þá samfylking. Og svo kemur fjöldinn allur af smáframboðum fram á sjónarsviðið, sem draga til sín fylgi þúsunda kjósenda, án þess að fá einn eða neinn til að tala máli sínu frekar. Það tvístrast þetta lið, sem ég skilgreini sem jafnaðarmenn og við sitjum uppi með hægri flokk, talsmenn sérhagsmunanna og ríka fólksins, sem fær þó ekki nema 30% atkvæða á meðan framangreindir flokkar eru með 70% fylgi. Samanlagt. Þetta er staðan í dag. Og við sitjum uppi, jafnaðarmenn, særðir og sorgmæddir. Leikurinn tapaðist. En munið að það er annar og aðrir leikir fram undan og framtíðinni og göfugu hlutverki jafnaðarmanna er hvergi lokið. Málstaðurinn er enn við lýði.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun