Trump byrjaður að hugsa um ríkisstjórn Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2016 15:06 Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Þar á meðal eru æðstu stöður ríkisstjórnar Trump og hefur framboðsteymi hans nú unnið hörðum höndum að því að finna hæfilegt starfsfólk í stöðurnar. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar mun Trump fá aðstoða vanra manna við að byggja upp ríkisstjórn sína. Það verða þeir Mike Rodgers, þingmaður og fyrrverandi starfsmaður FBI, og Ken Blackwell, fyrrum borgarstjóri Cincinnati og innanríkisráðherra Ohio. Þó er búist við því að Trump muni verðlauna nokkra af sínum helstu stuðningsmönnum með störfum í ríkisstjórn sinni. Þar fara fremst þeir Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, Steve Mnuchin, fjármálastjóri framboðs Trump, og Newt Gingrich, fyrrum forseti þingsins. Þar að auki eru nokkrir fyrrum mótframbjóðendur Trump, sem studdu hann svo í baráttunni við Clinton taldir líklegir til að fá stöður í ríkisstjórn hans eins og Chris Christie og Ben Carson.Guardian bendir á að mikið ósamræmi hafi verið í stefnu Trump varðandi mörg málefni og honum virðist oft snúast hugur. Mögulega fái ráðherrar og meðlimir teymis Trump mikið frelsi í ákvarðanatöku sinni.CNN hefur tekið saman hverja Trump gæti helstu stöður ríkisstjórnar sinnar.Giuliani er talinn koma til greina í margar stöður í ríkisstjórn Trump. Þar á meðal eru starfsmannastjóri Hvíta hússins, dómsmálaráðherra og yfirmaður CIA. Chris Christie er einnig líklegur í nokkrar stöður ríkisstjórnarinnar eins og dómsmálaráðherra og starfsmannastjóri. Ben Carson er sagður koma til greina sem menntamálaráðherra eða heilbrigðismálaráðherra. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Donald Trump þarf að fylla í um fjögur þúsund stöður þegar hann tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Þar á meðal eru æðstu stöður ríkisstjórnar Trump og hefur framboðsteymi hans nú unnið hörðum höndum að því að finna hæfilegt starfsfólk í stöðurnar. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar mun Trump fá aðstoða vanra manna við að byggja upp ríkisstjórn sína. Það verða þeir Mike Rodgers, þingmaður og fyrrverandi starfsmaður FBI, og Ken Blackwell, fyrrum borgarstjóri Cincinnati og innanríkisráðherra Ohio. Þó er búist við því að Trump muni verðlauna nokkra af sínum helstu stuðningsmönnum með störfum í ríkisstjórn sinni. Þar fara fremst þeir Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, Steve Mnuchin, fjármálastjóri framboðs Trump, og Newt Gingrich, fyrrum forseti þingsins. Þar að auki eru nokkrir fyrrum mótframbjóðendur Trump, sem studdu hann svo í baráttunni við Clinton taldir líklegir til að fá stöður í ríkisstjórn hans eins og Chris Christie og Ben Carson.Guardian bendir á að mikið ósamræmi hafi verið í stefnu Trump varðandi mörg málefni og honum virðist oft snúast hugur. Mögulega fái ráðherrar og meðlimir teymis Trump mikið frelsi í ákvarðanatöku sinni.CNN hefur tekið saman hverja Trump gæti helstu stöður ríkisstjórnar sinnar.Giuliani er talinn koma til greina í margar stöður í ríkisstjórn Trump. Þar á meðal eru starfsmannastjóri Hvíta hússins, dómsmálaráðherra og yfirmaður CIA. Chris Christie er einnig líklegur í nokkrar stöður ríkisstjórnarinnar eins og dómsmálaráðherra og starfsmannastjóri. Ben Carson er sagður koma til greina sem menntamálaráðherra eða heilbrigðismálaráðherra.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira