„Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. nóvember 2016 10:38 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir. Vísir „Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
„Ég hef bara gert formanni Sjálfstæðisflokks grein fyrir því að ég telji mjög ólíklegt að viðræður myndu skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í samtali við Vísi en í frétt Morgunblaðsins í dag er því haldið fram að Vinstri græn hafi hafnað því að taka upp stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Katrín segir við Vísi að hún vilji ekki vitna frekar í tveggja manna tal þegar hún er spurð hvort þetta sé endanleg niðurstaða, að Vinstri græn hafni alfarið stjórnarmyndunarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn.Bjarni Ben og Kata Jak er formenn tveggja stærstu flokkanna á Alþingi, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.visir/anton brink„Ég hef bara gert honum grein fyrir því að ég telji ólíklegt að þær skili árangri,“ segir Katrín. Bjarni sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í gær að það væri útséð um samstarf við Vinstri græn eftir samtöl við flokkinn. Spurð hvert svarið yrði ef Bjarni Benediktsson myndi hringja í hana í dag og biðja hana um að mæta til fundar við sig um meirihlutasamstarf endurtekur Katrín að hún hafi gert Bjarna grein fyrir að hún telji ólíklegt að slíkar viðræður myndu skila árangri.En þú tekur upp símann ef Bjarni hringir í þig? „Já, já. Ég svara ávallt Bjarna Benediktssyni,“ svarar Katrín.Í frétt Morgunblaðsins er því haldið fram að mikill þrýstingur hafi verið á Katrínu Jakobsdóttur innan Vinstri grænna að ræða ekki við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Þrýstingurinn sé að sögn Morgunblaðsins frá ungliðahreyfingu flokksins og grasrót og hafi birst í hótunum um afsagnir úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Spurð út í þetta segir Katrín að það sé alveg kunnugt að fólk innan Vinstri grænna hafi ekki verið áhugasamt um samstarf, eins og áður hefur komið fram í máli Katrínar. „Ég hef ekki fengið neinar hótanir,“ segir Katrín. „Ég hef sagt það margoft að það er mjög langt á milli flokka og þess vegna tel ég ólíklegt að viðræður muni skila árangri. Það er staðan.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15 Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16 Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Formaður Framsóknarflokksins hefur fullan hug á að eiga aðild að næstu ríkisstjórn. 8. nóvember 2016 18:15
Lítil bjartsýni í svörum Bjarna Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki útilokað að honum takist ekki að mynda ríkisstjórn. 9. nóvember 2016 13:16
Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Formaður Sjálfstæðisflokksins segir mögulegt að hann nái ekki að mynda stjórn. Stjórnarmyndunarviðræður þurfi að hefjast fyrir vikulok. Formenn flokka geri of mikið af því að útiloka valkosti í stjórnarmyndunarviðræðum. 10. nóvember 2016 07:00