Viðræður þurfa að hefjast fyrir vikulok Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Á þessari stundu er ekkert víst að Bjarni Benediktsson muni hefja stjórnarmyndunarviðræður. Hann segir snúið að mynda stjórn eftir kosningarnar. vísir/vilhelm „Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
„Mér finnst að í þessari viku þá þurfi annaðhvort að setja af stað einhverjar viðræður eða horfast í augu við það að menn ná þessu ekki saman,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær um framgang viðræðna. Átta dagar eru nú liðnir frá því að Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forsetanum. Frá þeim tíma hefur hann rætt við forystumenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi, án þess að til eiginlegra viðræðna hafi komið. „Ég get svo sem sagt að í þessum samtölum sem ég hef átt við formenn annarra flokka þá hafa línurnar verið að skýrast. En það er eftir sem áður staðan að það er ekki alveg auðsótt að mynda ríkisstjórn,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa útilokað þann möguleika að hann næði ekki að mynda stjórn. „Ég hef alltaf sagt að þetta væri krefjandi. Ég hef bundið vonir við þann tón sem hefur verið sleginn af mörgum að menn vilji vinna með þá niðurstöðu sem við fengum í kosningunum, að það sé ákall um það að menn sýni samstarfsvilja. En mér finnst menn hafa gert fullmikið af því í næsta orði að útiloka ýmsa valkosti. Og það þrengir stöðuna mjög mikið,“ segir Bjarni. Enn er möguleiki á meirihlutasamstarfi milli Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar, með eins manns meirihluta. „Það er auðvitað ekki bara það að sú ríkisstjórn væri með tæpan meirihluta en menn verða líka að ná saman málefnalega. Af þeim samtölum sem hafa átt sér stað eru vissulega margir snertifletir en alls ekki sjálfgefið að menn nái saman um megináherslur.“ Hvorki Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, né Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sögðu að fyrirhugaðir væru fundir um stjórnarmyndunarviðræður með þeim þegar Fréttablaðið náði tali af þeim eftir hádegi í gær. Engin takmörk eru fyrir því hversu langan tíma stjórnarmyndunarviðræður mega taka og hefur tímalengd þeirra verið mjög mismunandi. Allt frá árinu 1991 hefur gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig að mynda ríkisstjórn. Allar stjórnir frá þeim tíma hafa verið myndaðar af tveimur stjórnmálaflokkum. Sá möguleiki er ekki fyrir hendi núna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira